Heiðursskálinn verðlaunaður

27. febrúar, 2012

Heiðursskáli Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt viðburður ársins á Lúðrahátíð ÍMARK.

PavillionFöstudagskvöldið 24. febrúar 2012  voru íslensku auglýsingaverðlaunin afhent á Lúðrahátíð ÍMARK. Heiðursskáli Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011 hlaut þar Lúður sem viðburður ársins, en hann var unninn í samstarfi við auglýsingastofuna Fíton og Sagafilm.

Í heiðursskálanum gafst gestum Bókasýningarinnar tækifæri til að kynnast Íslandi sem landi bókmennta sem og stórbrotinnar náttúru. Þar gaf að líta myndbandsportrett, vörpuð á gríðarstór sýningartjöld, af 25 Íslendingum sem lásu upp úr eftirlætisbókum sínum. Í skálanum var að auki að finna vandaða 360 gráða kvikmyndarinnsetningu sem sýndi stórbrotið landslag og náttúrufyrirbæri Íslands með áhrifaríkum hætti. Samhliða kynningu á bókmenningu og náttúru Íslands skapaðist afslappað andrúmsloft þar sem gestir gátu hlýtt á tónlist, gluggað í bækur og notið veitinga í séríslenskri setustofu.

Mikill fjöldi gesta sótti íslenska skálann á meðan bókasýningunni stóð. Þýskir fjölmiðlar sýndu sömuleiðis framlagi Íslands einkar mikinn áhuga, en kynning Íslands vakti athygli víðar í Evrópu þar sem fjöldi blaðagreina birtist að auki í frönskum, ítölskum, belgískum og spænskum dagblöðum og tímaritum.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir