Útrásin sem tókst? – Málþing í Norræna húsinu

16. apríl, 2012

Föstudaginn 20. apríl verður haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af viku bókarinnar.

Útrásin sem tókst? - Málþing í Norræna húsinuFöstudaginn 20. apríl verður haldið málþing í Norræna húsinu í tilefni af viku bókarinnar. Yfirskrift þess er „Útrásin sem tókst? – Íslenskar bókmenntir erlendis“ og hefst það klukkan fjögur.

Stuttar framsögur flytja Laure Leroy, hjá forlaginu Zulma í Frakklandi, sem mun segja frá viðtökum Afleggjarans, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, en þær fóru fram úr björtustu vonum þar í landi. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur flytur erindi sem hann nefnir: „Erum við ekki alveg örugglega frábær?“ Coletta Bürling, sem hefur þýtt fjölda íslenskra bókmenntaverka á þýsku, nefnir framlag sitt „Þjóðarsálin í þýskum búningi“ og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur sitt „Nýtt land í norrænum bókmenntum – Útrás íslenskra bókmennta um aldamótin 1900.“

Að loknum framsögum verða pallborðsumræður um íslenskar bókmenntir erlendis með þátttöku Einars Más Guðmundssonar, sem nýlega hlaut verðlaun Sænsku akademíunnar fyrir höfundarverk sitt, Hólmfríðar Matthíasdóttur, sem stýrir réttindasölu Forlagsins, Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bókmenntasjóðs og Péturs Más Ólafssonar, útgefanda hjá Bjarti-Veröld.

Að málþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Málþingið er haldið af Sögueyjunni, sem hélt utan um þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í fyrra, í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda, með stuðningi Landsbankans.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir