Kristín Ómarsdóttir mærð í Vesturheimi

18. apríl, 2012

„Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta,“ segir bandarískur gagnrýnandi um nýútkomna enska þýðingu skáldsögunnar Hér.

Children in Reindeer WoodsSkáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, kom nýverið út enskri þýðingu hjá bandarísku útgáfunni Open Letter Books og hafa dómar um bókina tekið að birtast í þarlendum miðlum. Bókin nefnist Children in Reindeer Woods í þýðingu Lytton Smith.

New York Times birti um helgina dóm rithöfundarins Helen Oyeyemi um bókina, sem segir hana vera góða kynningu á verkum Kristínar. „Hæfileikar hennar sem leik- og ljóðskáld eru greinilegir ... bókin er áræðin og skringileg.“

Bókmenntatímaritið Kirkus Reviews hefur einnig birt jákvæðan dóm um bókina, þar sem segir að hún minni á hið sígilda skáldverk Catch 22, eftir Joseph Heller. „[Hér er] bókmenntaleg táknsaga, smekkfull af sammannlegum sannleika og fjarstæðum ... Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur til að birtast á ensku ætti ekki að verða sú síðasta.“

Kristín Ómarsdóttir er annar íslenski rithöfundurinn til að koma út hjá forlaginu Open Letter Books, en hjá því hafa áður komið út tvær skáldsögur Braga Ólafssonar í enskum þýðingum, Sendiherrann og Gæludýrin. Forlagið hefur einnig keypt þýðingarréttinn að skáldsögunni Síðustu dagar móður minnar, eftir Sölva Björn Sigurðsson.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir