Skáldabekkir í bókmenntaborginni

6. nóvember, 2012

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur tileinkað tiltekna borgarbekki í Reykjavík íslenskum skáldskap. Þar gefst vegfarendum kostur á að tylla sér niður og hlýða á upplestra með hjálp nútímatækni.

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur tileinkað tiltekna borgarbekki í Reykjavík íslenskum skáldskap. Bekkirnir eru fjórtán talsins og þar gefst vegfarendum kostur á að tylla sér niður og hlýða á upplestur úr íslenskum bókmenntum, bæði á íslensku og ensku.

Upplestrana má nálgast með því að skanna rafrænan kóða á bekkjunum með snjallsíma. Upplestrarnir liggja á snjallsímavef Bókmenntaborgarinnar, en þar er einnig hægt að nálgast ítarefni um aðrar bókmenntamerkingar í Reykjavík ásamt rafrænum bókmenntagöngum og bókmenntakorti.

Bekkina má finna víða um borgina. Fjórir þeirra eru við styttur skáldanna Jónasar Hallgrímssonar, Tómasar Guðmundssonar, Einars Benediktssonar og Þorsteins Erlingssonar.

Núlifandi skáld eiga sér einnig bekki og lesa þau öll upp úr verkum sínum á íslensku. Þar má nefna Braga Ólafsson, Auði Övu Ólafsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur og Þórarinn Eldjárn.

Skáldabekkirnir eru samstarfsverkefni Bókmenntaborgar, Símans og Rás 1 Ríkisútvarpsins.

Frekari upplýsingar um bekkina og aðrar bókmenntalegar umhverfismerkingar í Reykjavík má nálgast á heimasíðu Bókmenntaborgar.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir