Íslensku barnabókaverðlaunin

8. nóvember, 2012

Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Hrafnsauga.

Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Hrafnsauga.

Bókin fjallar um Breka, Sirju og Ragnar, sem ættu að njóta seinustu áhyggjulausu daganna í sumarsólinni en framtíðin ber annað í skauti sér. Án þess að friðsælir þorpsbúarnir viti af því hefur óstöðvandi atburðarás verið hrundið af stað. Forn öfl sem eitt sinn steyptu heiminum í aldalanga nótt hafa vaknað og manngálkn þeirra eru aftur farin á stjá.


Hrafnsauga er fyrsta bókin í þríleik sem nefnist Þriggja heima saga, sagnaflokkur þar sem blóðgaldrar, leyndarmál og gleymdar óvættir ógna veröldinni. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundanna.

Kjartan og Snæbjörn eru báðir fæddir árið 1984. Kjartan er bókmenntafræðingur og Snæbjörn er leikhúsfræðingur.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Austurbæjarskóla í Reykjavík. Alls bárust ríflega sextíu handrit til dómnefndar og hljóta vinningshafarnir hálfa milljón króna í verðlaun.

Að verðlaununum standa fjölskylda rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar, barnavinafélagið Sumargjöf og Ibby á Íslandi.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir