Miðstöð íslenskra bókmennta

4. febrúar, 2013

Bókmenntasjóður og Sögueyjan Ísland sameinuð.

MIÐSTÖÐ ÍSLENSKRA BÓKMENNTA TEKUR TIL STARFA

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú verið sett á stofn með lögum sem afgreidd voru frá Alþingi í desember síðastliðnum.

Við stofnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sameinast Bókmenntasjóður og verkefnið Sögueyjan Ísland, (Sagenhaftes Island). 

Hlutverk Miðstöðvarinnar er að styrkja útgáfu íslenskra ritverka og útgáfu erlendra bókmennta á íslensku. Jafnframt er hlutverk hennar að kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra - og efla bókmenningu á Íslandi.

Stjórn nýrrar Miðstöðvar íslenskra bókmennta skipa:

Hrefna Haraldsdóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra, 

Jón Karl Helgason, varaformaður, tilnefndur af Rithöfundasambandinu, 

Hlín Agnarsdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandinu, 

Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki og 

Sigurður Svavarsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda.

 


 

Myndin er tekin á fyrsta fundi stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta nýlega.

Frá vinstri: Hrefna Haraldsdóttir, Sigurður Svavarsson, Jón Karl Helgason, Þórunn Sigurðardóttir og Hlín Agnarsdóttir.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir