Hundruð erlendra rithöfunda sóttu Reykjavík heim í síðustu viku

18. september, 2013

Vikuna 8. – 15. september var mikil bókmenntaveisla í Reykjavík sem hófst með heimsþingi PEN og lauk með Bókmenntahátíð í Reykjavík síðastliðinn sunnudag.

  • Bókmenntahatid-hofundar
SkármetaVikuna 8. – 15. september var mikil bókmenntaveisla í Reykjavík sem hófst með heimsþingi PEN og lauk með Bókmenntahátíð í Reykjavík síðastliðinn sunnudag. 
Þetta var í ellefta sinn sem Bókmenntahátíð í Reykjavík var haldin, en í fyrsta sinn sem heimsþing PEN er haldið á Íslandi. Hundruð rithöfunda og blaðamanna frá öllum heimshornum sóttu Reykjavík heim í tilefni heimsþings PEN en ráðstefnan var haldin í Hörpu. 

Bókmenntahátíð í Reykjavík var sett formlega miðvikudaginn 11. september og að venju var boðið á hátíðina hópi alþjóðlegra rithöfundar auk erlendra útgefenda, umboðsmanna og blaðamanna. 

Bókmenntahatid-hofundarMeðal erlendra höfunda á hátíðinni í ár voru Antonio Skármeta (Chile), Douglas Coupland (Kanada), Can Xui (Kína), Madeline Miller (Bandaríkjunum) og Kjell Espmark (Svíþjóð). 

Bokmenntahatid-gestir-idno

Bókmenntahátíð í Reykjavík í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO buðu hópi blaðamanna, útgefenda og umboðsmanna höfunda frá Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Danmörku á hátíðina. Hátíðin var sérlega vel sótt og þótti takast vel. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir