Tíu íslenskir rithöfundar og skáld á bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales í Caen í Frakklandi

Ísland og Litháen eru í brennidepli á hátíðinni í ár. Tíu íslenskir rithöfundar og skáld taka þátt í dagskrá hátíðarinnar sem nú stendur yfir þar á meðal Steinunn Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson og Bergsveinn Birgisson.

22. nóvember, 2013

Fjöldi íslenskra rithöfunda og myndlistar-, tónlistar- og kvikmyndagerðarfólks koma fram á frönsku bókmennta- og menningarhátíðina Les Boréales í Caen í Frakklandi sem nú stendur nú yfir en Ísland og Litháen í brennidepli á hátíðinni að þessu sinni. Þetta er í 22. skiptið sem hátíðin er haldin en hún hefur frá upphafi beint sjónum að bókmenntum og menningu Norður- og Eystrarsaltslanda.

Hér má sjá glæsilega dagskrá hátíðinnar þar sem meðal annars koma fram franski þýðandinn Eric Boury, Torfi Tulinius bókmenntafræðingur, og rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Jón Kalman Stefánsson, Óttar Martin Norðfjörð, Guðbergur Bergsson, Sigurður Pálsson, Bergsveinn Birgisson, Viktor Arnar Ingólfsson, Hallgrímur Helgason, Yrsa Sigurðardóttir og Ævar Örn Jósepsson. Íslensku höfundarnir munu þar meðal annars kynna nýlega útgefin verk sín í franskri þýðingu. 

Hér má finna yfirlit yfir nýlegar útgáfur á frönskum þýðingum á íslenskum verkum.

Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir hátíðina vegna þátttöku íslenskra höfunda í dagskránni.

Steinunn Sigurðardóttir
Steinunn Sigurðardóttir 



gudbergur_bergsson
Guðbergur Bergsson 


Jón Kalman
Jón Kalman Stefánsson 


Sigurður Pálsson















Yrsa Sigurðardóttir 

Eric Boury, þýðandi 

Bergsveinn BirgissonBergsveinn Birgisson 


Viktor A. IngólfssonViktor Arnar Ingólfsson 


   Ævar ÖrnÆvar Örn Jósepsson

Hallgrímur Helgason 


Óttar M. NorðfjörðÓttar M. Norðfjörð




Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir