Síðasti skiladagur fyrir umsóknir um útgáfu- og þýðingastyrki er mánudagurinn 17. mars.

8. febrúar, 2014

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Öllum gögnum ber að skila til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Hverfisgötu 54, 2. hæð.

Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka. Þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars næstkomandi en þar sem 15. mars er laugardagur flyst skiladagur til mánudagsins 17. mars.


Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að finna hér á síðunni.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um útgáfustyrki má finna hér: http://www.islit.is/styrkir/utgafustyrkir/

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þýðingarstyrki má finna hér: http://www.islit.is/styrkir/thydingar-a-islensku/




Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir