Fréttir

Norðurlandaátak hefst 

9.5.2014

Andri Snær Magnason og Þorgerður E. Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar fagurbókmennta Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ræða í dag strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum í sendiráði Íslands í Stokkhólmi og á morgun 15. maí í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.

Árið 2015 er fyrirhugað að kynna íslenskar bókmenntir fyrir útgefendum í Finnlandi, Noregi, Grænlandi og Færeyjum í samstarfi við sendiráð Íslands í löndunum.

Andri Snær Magnason

Ennfremur verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókamessunnar í Gautaborg í Svíþjóð á næstu árum, en bókamessan í Gautaborg er stærsta bókamessa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.