Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi.

11.11.2014

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2014. 

Eyðublöð og nánari upplýsingar er að finna hér


Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Vinsamlegast athugið að þessir styrkir eru ekki til þýðinga úr Norðurlandamálunum. Sjá Norrænar þýðingar