Fréttir

Islands öppna landskap / Iceland exposed: Ljósmyndir Páls Stefánssonar í Gautaborg

Á bókamessuni í Gautaborg verða dagana 24. – 27. september sýndar ljósmyndir Páls Stefánssonar sem finna má í nýrri bók hans Iceland Exposed.

31.8.2015


Á bókamessuni í Gautaborg verða dagana 24. – 27. september sýndar ljósmyndir Páls Stefánssonar sem finna má í nýrri bók hans Iceland Exposed.

Þessi fyrsta bók Páls um Ísland í um áratug er afrakstur stöðugrar könnunar, stöðugra ferðalaga árið um kring í leit að sjónarhornum sem aðeins verða einu sinni til og aðeins sá sem rannsakar og bíður fær höndlað. Páll er einn þeirra sem hafa mótað ásýnd landsins, skapað þá sýn sem við höfum af því. Nú bætir hann við nýjum kafla í þá sögu.

Páll Stefánsson lærði ljósmyndum í Gautaborg og er nú ritstjóri Iceland Review. Hann hefur sýnt verk sín um allan heim m.a. í Leica Gallery í Wetzlar í Þýskalandi og Hasselblad Gallery í Gautaborg.