Islands öppna landskap / Iceland exposed: Ljósmyndir Páls Stefánssonar í Gautaborg

Á bókamessuni í Gautaborg verða dagana 24. – 27. september sýndar ljósmyndir Páls Stefánssonar sem finna má í nýrri bók hans Iceland Exposed.

31. ágúst, 2015

Á bókamessuni í Gautaborg verða dagana 24. – 27. september sýndar ljósmyndir Páls Stefánssonar sem finna má í nýrri bók hans Iceland Exposed.


Á bókamessuni í Gautaborg verða dagana 24. – 27. september sýndar ljósmyndir Páls Stefánssonar sem finna má í nýrri bók hans Iceland Exposed.

Þessi fyrsta bók Páls um Ísland í um áratug er afrakstur stöðugrar könnunar, stöðugra ferðalaga árið um kring í leit að sjónarhornum sem aðeins verða einu sinni til og aðeins sá sem rannsakar og bíður fær höndlað. Páll er einn þeirra sem hafa mótað ásýnd landsins, skapað þá sýn sem við höfum af því. Nú bætir hann við nýjum kafla í þá sögu.

Páll Stefánsson lærði ljósmyndum í Gautaborg og er nú ritstjóri Iceland Review. Hann hefur sýnt verk sín um allan heim m.a. í Leica Gallery í Wetzlar í Þýskalandi og Hasselblad Gallery í Gautaborg.



Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir