Auglýst eftir verkefnastjóra, umsóknarfrestur til 27. júní

Starfssvið: Umsýsla með styrkveitingum miðstöðvarinnar innanlands og utan; móttaka umsókna, skráning, afgreiðsla, bréfaskipti, samningagerð, umsjón með greiðslum og fleira.

10. júní, 2016

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir laust starf verkefnastjóra

Starfssvið
  • Umsýsla með styrkveitingum miðstöðvarinnar innanlands og utan; móttaka umsókna, skráning, afgreiðsla, bréfaskipti, samningagerð, umsjón með greiðslum og fleira.
  • Umsjón með kynningarmálum, þar á meðal heimasíðu og gerð fréttabréfa.
  • Samskipti við stjórn, ráðuneyti, innlenda og erlenda samstarfsaðila.
  • Almenn skrifstofustörf og ýmis verkefni sem miðstöðin annast.

 Æskileg menntun, reynsla og færni

  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Góð færni í ritvinnslu-, reikni- og vefforritum
  • Þekking, innsýn og áhugi á bókmenntum
  • Nákvæmni, frumkvæði og metnaður
  • Góð skipulagshæfni
  • Reynsla og hæfni í miðlun upplýsinga 
  • Reynsla af erlendu samstarfi
  • Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamáli
  • Lipurð í mannlegum samskiptum

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2016.
Senda skal starfsferilskrá og kynningarbréf (1 bls) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, á netfangið islit@islit.is, merkt verkefnastjóri.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að verkefnastjóri taki til starfa í ágúst. 
Nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður, Hrefna Haraldsdóttir, hrefna@islit.is

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að styrkja útgáfu bóka á íslensku, styðja við og styrkja þýðingar og kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis og efla bókmenningu hér á landi.

Auglýsingin birtist á www.starfatorg.is og í atvinnublaði Fréttablaðsins og Morgunblaðsins 11. júní 2016


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir