Gréta María Bergsdóttir ráðin verkefnastjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, en starfið var auglýst í júní.

5. júlí, 2016

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, en starfið var auglýst í júní.

Starf verkefnastjóra felst meðal annars í umsýslu með styrkveitingum Miðstöðvarinnar, kynningarmálum og ýmsum öðrum verkefnum skrifstofunnar. Gréta María kom til starfa í ágúst og tekur við af Þorgerði Öglu Magnúsdóttur sem starfað hefur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta frá stofnun hennar árið 2013 og þar áður hjá Bókmenntasjóði, forvera Miðstöðvarinnar.

Gréta María er með BA próf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MA próf í leikhúsfræði frá Central School of Speech and Drama í London, auk rekstrarnáms. Hún hefur margra ára starfsreynslu á ýmsum sviðum lista, menningar- og menntamála, en hún hefur starfað sem verkefnastjóri, framleiðandi og ritstjóri m.a. hjá Háskólanum í Reykjavík, Listahátíð í Reykjavík, Íslensku óperunni, Listaháskóla Íslands og víðar.

Miðstöð íslenskra bókmennta býður Grétu Maríu velkomna til starfa og væntir góðs af störfum hennar um leið og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir