Icelandair styður Sagenhaftes Island

28. september, 2009

Samstarfssamningur milli Sagenhaftes Island og Icelandair var undirritaður  28. september 2009.

  • Landsbankinn - undirritun

Í dag, mánudaginn 28, september, var undirritaður samstarfsamningur milli Icelandair og Sagenhaftes Island – heiðurgestur bókasýningarinnar í Frankfurt 2011. Felur samningurinn í sér að Icelandair veitir verkefninu styrk í formi flugmiða og afsláttar af flugmiðum.

Icelandair, sem heldur uppi áætlunarflugi til áfangastaða í Þýskalandi, þar á meðal Frankfurt, mun leggja verkefninu lið með því annars vegar að gera því kleift að bjóða hingað fjölda þýskra fjölmiðlamanna alveg fram til haustsins 2011, og með því að veita verkefninu afslátt á flugmiðum til Þýskalands. Vænta báðir aðilar góðs af þessu samstarfi.

Á myndinni eru Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sagenhaftes Island og Sigtryggur Magnason, formaður verkefnisstjórnar Sagenhaftes Island.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir