Tilnefningar til Maístjörnunnar, nýrra ljóðabókaverðlauna

Maístjarnan eru ný ljóðabókaverðlaun Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Rithöfundasambands Íslands.

26. apríl, 2017

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan í frá.

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan af. Fyrstu tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi miðvikudaginn 25. apríl. 

Tilnefningar_Maistjarnan

Tilnefndir eru:

 

  • Eyþór Árnason fyrir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, Reykjavík: Veröld
  • Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð og prósar, Reykjavík: Dimma
  • Sigurður Pálsson fyrir Ljóð muna rödd, Reykjavík: JPV
  • Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Tungusól og nokkrir dagar í maí, Reykjavík: Mál og menning
  • Þórdís Gísladóttir fyrir Óvissustig, Reykjavík: Benedikt

 

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru alla útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2016 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Ármann Jakobsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Áslaug Agnarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. 

Maistjarnan_logo

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem eru sérstaklega ætluð útgefnum íslenskum ljóðabókum. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Frumkvæði að stofnun Maístjörnunnar átti Kári Tulinius, skáld og rithöfundur. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Rithöfundasambandið tóku tillögu hans fagnandi og við tilnefningarathöfn var undirritaður samningur um verðlaunin.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir