Tilkynnt um úthlutun úr Auði, barna- og ungmennabókasjóði

Á þriðja tug fjölbreyttra bóka fyrir börn og ungmenni hljóta styrki úr Auði 2023.

26. maí, 2023

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 8 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 24 verk styrk að þessu sinni.

  • Á myndinni eru nokkur verk sem áður hafa hlotið styrk úr Auði.

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Viðfangsefnin eru margvísleg í ár; nútíma ævintýri og þjóðsögur, skrímsli og skuggalegar verur, ungmenni að takast á við daginn í dag, listasöfn sem kunna ekki að meta börn - og svo mætti lengi telja. Íslensk börn og ungmenni eiga spennandi lestrarstundir í vændum.

Meðal styrktra verka eru:

Safnið sem var bannað börnum. Höf: Margrét Tryggvadóttir. Útgefandi: Listasafn Einars Jónssonar

Mamma sandkaka. Höf: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: Salka

Skrímslavinafélagið. Höf: Tómas Zoëga. Útgefandi: Forlagið

Á eftir dimmum skýjum. Höf: Elísabet Thoroddsen. Útgefandi: Bókabeitan ehf.

Fjaðrafok í mýrinni. Höf: Sigrún Eldjárn. Útgefandi: Forlagið

Sokkalabbarnir. Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Útgefandi: Bókabeitan ehf.

Hrímsvelgur. Höf: Hildur Knútsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Bangsi fer út að leika. Höf: Tindur Lilja H. Péturs. Útgefandi: Bókabeitan ehf.

Skólaslit - Dauð viðvörun. Höf: Ævar Þór Benediktsson. Útgefandi: Forlagið

Upp og niður. Höf: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir. Útgefandi: Forlagið

Bannað að drepa. Höf: Gunnar Helgason. Útgefandi: Forlagið

Hér má sjá heildarúthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði 2023.

 




Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir