Ísland á bókasýningunni í Leipzig

14. mars, 2011

Hápunktur bókavorsins í Þýskalandi er bókasýningin í Leipzig. Þar verða sex íslenskir höfundar á meðal gesta og fjölmargar nýjar útgáfur íslenskra bóka kynntar.

Bókasýningin í Leipzig verður haldin dagana 17. - 20. mars í Þýskalandi. Fyrir bókasýningunni er rík hefð sem rekja má aftur til 17. aldar og má segja að hún sé einskonar vorboði bókaársins í Þýskalandi. Sex íslenskir höfundar taka þátt í sýningunni að þessu sinni.

Dagskrá Sagenhaftes Island í Leipzig hefst á blaðamannafundi sem haldinn verður fimmtudaginn 16. mars kl. 11 á samnorræna básnum.  Þar verða íslenskir höfundar, sem eiga bækur sem koma munu út á vormánuðum í þýskum þýðingum, kynntir sem og bókmenntadagskrá Sagenhaftes Island. Jafnframt verður listi yfir öll íslensk verk sem koma út á þýsku á árinu kynntur. Fulltrúar höfunda á blaðamannafundinum verða Kristín Marja Baldursdóttir og Einar Kárason.

Að blaðamannafundinum loknum verður sýning í tilefni af 50 ára afmæli bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs opnuð en sýningin er samstarfsverkefni norrænu sendiráðanna í Berlín og Norðurlandaráðs. Sjón, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir bókina Skugga-baldur, verður einn þeirra sex höfunda sem koma fram í Leipzig en skáldsaga hans Rökkurbýsnir er nýútkomin á þýsku á vegum S. Fischer Verlag.


Aðrir höfundar í Leipzig verða: Andri Snær Magnason sem kynnir  Draumalandið sem kemur út í þýskri þýðingu hjá orange-press forlaginu, Gyrðir Elíasson með bókina Gangandi íkorni – en áður fer hann í upplestrarferð til Berlínar, Kölnar og München. Hinn virti þýski leikari Thomas Sarbacher mun lesa upp úr bók Gyrðis en þýski leikarinn Joachim Król mun ljá bók Indriða G. Thorsteinssonar rödd sína og lesa upp úr 79 af Stöðinni – en bókin hefur fengið gríðargóðar viðtökur í Þýskalandi og fullt var út úr dyrum á fyrsta upplestrinum sem haldinn var í Berlín á dögunum.

Norræni básinn er eins og alltaf í höll 4, D302. Vert er að vekja athygli á bás sjónvarpsstöðvarinnar ARTE, en hluti af íslensku dagskránni fer fram þar, sem og naTo "hina löngu nótt norrænna bókmennta" sem er einn af hápunktum bókasýningarinnar í Leipzig.

Dagskrá Sagenhaftes Island í Leipzig er meðal annars að finna hér.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir