Aldrei fleiri þýðingar á erlend mál

75 styrkir til þýðinga á íslenskum verkum á 26 tungumál

3. október, 2013

Árangursrík bókmenntakynning erlendis á síðustu árum hefur skilað sér í mikilli aukningu á þýðingum íslenskra verka á erlend mál.

Samstillt átak opinberra aðila og íslenskra bókaútgefenda á síðustu árum við kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis hefur skilað sér í mikilli aukningu á þýðingum íslenskra verka. Þar er skemmst að minnast Frankfurtarverkefnisins, þegar Ísland var heiðursgestur á stærstu bókasýningu heims í Frankfurt í Þýskalandi árið 2011. Verkefnið skilaði útgáfum á 230 íslenskum verkum og bókum um Ísland á þýsku auk gríðalegrar fjölmiðlaumfjöllunar í Þýskalandi og víðar. Áhrifanna gætir um allan heim og aldrei hafa íslenskar bækur verið fáanlegar á fleiri tungumálum.

Síðustu styrkjum ársins 2013 til þýðinga á íslenskum verkum á erlend mál hefur nú verið úthlutað frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Á árinu 2013 voru 89 umsóknir frá erlendum útgefendum til afgreiðslu, þar af 13 til þýðinga á norræn tungumál. Styrkir voru veittir til 75 þýðinga. Norræna ráðherranefndin leggur til fjármagn í þýðingar á milli norrænu tungumálanna.

Styrkir miðstöðvarinnar í ár voru veittir til þýðinga á 26 tungumál, þar á meðal sjö til þýðinga á hollensku og átta á þýsku. Um er að ræða skáldsögur, barnabækur, ljóð og bækur almenns efnis. Gaman er að segja frá því að væntanleg eru á kínversku skáldverk eftir Sjón og Gyrði Elíasson. Einnig eru væntanlegar á frönsku Leigjandinn og Saga handa börnum eftir Svövu Jakobsdóttur.

Það sem vekur eftirtekt þegar litið er yfir þýðingar á íslenskum verkum á allra síðustu árum, að þýska málsvæðinu slepptu, er sú mikla aukning sem orðið hefur á þýðingum yfir á frönsku og ensku. Hér fyrir neðan má finna bækling Miðstöðvar íslenskra bókmennta með yfirliti yfir nýlegar þýðingar á ensku sem og yfirlit yfir nýleg íslensk verk í franskri þýðingu.

Íslenskar bækur á frönsku

Íslenskar bækur á ensku


 


Allar fréttir

Góður NordLit fundur í Helsinki - 26. janúar, 2026 Fréttir

Árlega fer fram sameiginlegur vinnufundur starfsfólks norrænu bókmenntamiðstöðvanna, til skiptis í höfuðborgum landanna, að þessu sinni í Helsinki.

Nánar

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

Allar fréttir