Bókamessan í Gautaborg hefst á fimmtudaginn 

Íslensku rithöfundarnir Sjón, Yrsa Sigurðardóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto koma fram á bókamessunni í ár. Íslenski básinn í Gautaborg er númer C02:01.

18. september, 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í Bok & bibliotek – Bókamessunni í Gautaborg sem haldin er dagana 25. – 28. september. Bókamessan í Gautaborg á stórafmæli um þessar mundir en þetta verður í 30. skiptið sem messan er haldin og þetta er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.


Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í Bok & bibliotek – Bókamessunni í Gautaborg sem haldin er dagana 25. – 28. september. 

Bókamessan í Gautaborg á stórafmæli um þessar mundir en þetta verður í 30. skiptið sem messan er haldin og þetta er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.

Íslenskur sýningarbás á Bókamessunni í Gautaborg er í samstarfi við Íslandsstofu, hann prýða að þessu sinni ljósmyndir Írisar Daggar Einarsdóttur af íslensku höfundum sem tilnefndir eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár auk Sjóns og Yrsu Sigurðardóttur sem taka þátt í bókmenntadagskrá messunnar að þessu sinni. Á íslenska básnum verður meðal annars bókasala á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda ásamt kynningu á nýjum þýðingum Íslendingasagnanna á sænsku, dönsku og norsku. Íslenski básinn í Gautaborg er númer C02:01.

Sem hluti af Norðurlandaátaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg í Svíþjóð á næstu þremur árum. Í ár koma íslensku höfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl, Yrsa Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, Sjón og Lani Yamamoto fram í bókmenntadagskrá messunnar eins og hér segir: 

Föstudagur:
Möt två av de nominerade till Nordiska rådets barnlitteraturpris 2014 – Andri Snær Magnason og Máret Ánne Sara (SAM).
kl. 11:30 - 11:50
Ung Scen, A03:22
 
En nordisk timme med von Wright, Glaz Serup, Eiríkur Örn Norddahl & Klougart
kl. 14:00 - 15:00
Rum för Poesi, R2
 
Möt två nominerade till Nordiska rådets barnlitteraturpris 2014 – Lani Yamamoto og Bardur Oskarsson (FÄR).
kl. 15:00 - 15:20
Ung Scen, A03:22
 
Om det litauiska arvet och den isländska nazismen – Eiríkur Örn Norðdahl
kl. 17:30 - 17:55
Internationella Torgets Lilla Scen, H-hallen
 
 
Laugardagur:
Läsningar med Firan, Andri Snær Magnason, Åkesson & Beber
kl. 12:00 - 13:00
Rum för Poesi, R2
 
Ny generation isländska författare – Andri Snær Magnason og Eiríkur Örn Norðdahl
kl. 14:00 - 14:45
H1
 
Läsningar med Sjón, Linde, Sângeorzan & Farrokhzad
kl. 14:00 - 15:00
Rum för Poesi, R2
 
Sunnudagur:
Finns det manliga och kvinnliga sätt att lösa brott? – Yrsa Sigurðardóttir og Ingrid Hedström.
kl. 12:00 - 12:45
H1
 
Brytningstid på Island - Sjón
kl. 13:00 - 13:45
J1
 
Att skildra ondskan – Eiríkur Örn Norðdahl
Tími: kl. 14:00 - 14:20
F3


Næstu skref í Norðurlandaátakinu

Vorið 2015 ætlar Miðstöð íslenskra bókmennta að halda bókmenntakynningafundi fyrir norska og finnska útgefendur í samstarfi við sendiráð Íslands í Osló og Helsinki, líkt og gert var fyrir danska og sænska útgefendur í maí síðastliðnum í samstarfi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

Á bókamessunni í Gautaborg í september 2015 verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli í sérstakri dagskrá messunnar sem kallast Raddir frá / Röster från. Í ár eru það Raddir frá Katalóníu sem heyrast á messunni. Af þessu tilefni verður hópi íslenskra rithöfunda boðið að taka þátt í bókmenntadagskrá messunnar að ári, íslenski básinn verður stærri en venjulega auk þess sem ýmsir aðrir íslenskir lista- og menningarviðburðir verða í Gautaborg á messutímanum.

 



Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir