Erlendir útgefendur áhugasamir um íslenskar bókmenntir á bókamessunni í London 

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókamessunni í London í síðustu viku og var fundað með útgefendum  og kynningaraðilum frá 16 löndum og kynntur listi miðstöðvarinnar yfir bækur ársins 2014.

20. apríl, 2015

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í bókamessunni í London í síðustu viku og var fundað með útgefendum  og kynningaraðilum frá 16 löndum og kynntur listi miðstöðvarinnar yfir bækur ársins 2014.

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í bókamessunni í London í síðustu viku og var fundað með útgefendum  og kynningaraðilum frá 16 löndum og kynntur listi miðstöðvarinnar yfir bækur ársins 2014. Miðstöðin deildi bás með norrænu bókmenntakynningarstofunum, þriðja árið í röð, ásamt norrænum útgefendum og umboðsmönnum. 

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum meðal erlendra útgefenda og bókmenntahátíða eins og sjá má glögglega í stöðugri aukingu á milli ára á umsóknum um styrki til þýðinga á erlend mál sem og ferðastyrkjum höfunda. Árið 2014 voru veittir 80 styrkir til þýðinga úr íslensku á erlend tungumál og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri. Einnig varð 40% aukning frá 2013 í umsóknum um ferðastyrki fyrir höfunda til að fara utan að kynna verk sín.

Sýningarstaður bókamessunnar í ár var sýningahöllin Olympia í Vestur-London. Sýnendur voru um 1500 talsins frá öllum heimshornum og um 25.000 fagaðilar á bókasviði sækja sýninguna á ári hverju. Einnig var fjöldi ráðstefna, fyrirlestra og pallborðsumræða haldinn í tengslum við sýninguna.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir