Fimm tilnefningar til Maístjörnunnar

Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Eydís Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Ómarsdóttir hlutu tilnefningu

25. apríl, 2018

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2017 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi 24. apríl.

  • Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Eydís Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. Mynd Ólafur J. Engilbertsson
  • Strákur að lesa
    Strákur að lesa bók

Tilnefningar:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída (Benedikt bókaútgáfa)

Elísabet Kristín Jökulsdóttir – Dauðinn í veiðarfæraskúrnum (Viti menn)

Eydís Blöndal – Án tillits (Eydís Blöndal)

Jónas Reynir Gunnarsson – Stór olíuskip (Partus)

Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum (JPV útgáfa)

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2017 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Magnea J. Matthíasdóttir  fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Rannver H. Hannesson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins.
Verðlaunafé er 350 þúsund krónur.

„Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.“

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.


Allar fréttir

Góður NordLit fundur í Helsinki - 26. janúar, 2026 Fréttir

Árlega fer fram sameiginlegur vinnufundur starfsfólks norrænu bókmenntamiðstöðvanna, til skiptis í höfuðborgum landanna, að þessu sinni í Helsinki.

Nánar

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

Allar fréttir