Fréttir: 2014 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

26. mars, 2014 Fréttir : Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014

Dómnefndin kynnti þau 13 verk sem tilnefnd eru til nýstofnaðra Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á alþjóðlegu barnabókamessunni í Bologna.

Nánar

10. mars, 2014 Fréttir : Tvær íslenskar skáldsögur tilnefndar til Independent foreign fiction prize

Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson eru á meðal 15 verka sem tilnefnd eru á „langan lista“ til hinna virtu bresku bókmenntaverðlauna Independent Foreign Fiction Prize 2014.

Nánar

10. mars, 2014 Fréttir : Bókasýningin í Leipzig 2014

Bókasýningin í Leipzig var haldin dagana 13. - 16. mars. Bókasýningin er einskonar vorboði bókaársins í Þýskalandi. Rithöfundarnir Gerður Kristný, Guðrún Helgadóttir og Steinunn Sigurðardóttir voru áberandi í ár. Norræni básinn var í Halle 4, C403.

 

Nánar

10. febrúar, 2014 Fréttir : Blásið til sóknar íslenskra bókmennta á Norðurlöndum

Miðstöð íslenskra bókmennta stendur fyrir átaki á Norðurlöndum í þeim tilgangi að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Nánar

8. febrúar, 2014 Fréttir : Síðasti skiladagur fyrir umsóknir um útgáfu- og þýðingastyrki er mánudagurinn 17. mars.

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Öllum gögnum ber að skila til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Hverfisgötu 54, 2. hæð.

Nánar

30. janúar, 2014 Fréttir : Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í 25. sinn

 Í nýjum flokki barna- og unglingabóka hlaut Andri Snær Magnason verðlaunin fyrir skáldsöguna Tímakistan, í flokki fagurbókmennta hlaut Sjón verðlaunin fyrir skáldsöguna Mánasteinn: Drengurinn sem aldrei var til og Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut verðlaunin Guðbjörg Kristjánsdóttir fyrir Íslensku teiknibókina.

Nánar
Síða 3 af 3

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir