Fréttir: 2015 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

11. maí, 2015 Fréttir : Tilkynnt um fyrri úthlutun þýðingastyrkja 2015 

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú tilkynnt um fyrri úthlutun þýðingastyrkja fyrir árið 2015. Úthlutað var rúmum 6.4 milljónum króna til 16 þýðingaverkefna. Alls bárust 22 umsóknir frá 12 aðilum. Sótt var um rúmar 13 milljónir. 

Nánar

8. maí, 2015 Fréttir : Tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja 2015

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2015 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Að þessu sinni bárust 57 umsóknir um útgáfustyrki frá 33 aðilum. Sótt um styrki fyrir 50,5 milljónir króna og úthlutað var 20.6 milljónum til 45 verka.

Nánar

7. maí, 2015 Fréttir : Íslenskar samtímabókmenntir kynntar útgefendum og þýðendum í Osló og Helsinki  

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum.

Nánar

16. mars, 2015 Fréttir : Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki er 15. apríl

Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári og er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. 

Nánar

13. mars, 2015 Fréttir : ALLIR LESA fékk Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannaheillaauglýsinga. 

Það er aðstandendum verkefnisins mikill heiður að fá þessi verðlaun, í þeim felst hvatning til að þróa Allir lesa áfram og  halda umræðunni um lestur í samfélaginu lifandi.

Nánar

16. febrúar, 2015 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki

Útgáfustyrkjum er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka og þýðingastyrkjum er ætlað að stuðla að þýðingum erlendra fagurbókmennta og fræðirita á íslensku.

Nánar

4. febrúar, 2015 Fréttir : Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2014

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutaði árið 2014 rúmlega 200 styrkjum í átta flokkum. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál. 

Nánar

2. febrúar, 2015 Fréttir : Bækurnar Öræfi, Lífríki Íslands og Hafnfirðingabrandarinn hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014

Höfundarnir Ófeigur Sigurðsson, Bryndís Björgvinsdóttir og Snorri Baldursson, hljóta hvert um sig eina miljón króna í verðlaun.

Nánar

26. janúar, 2015 Fréttir : Fjöruverðlaunin afhent í Höfða

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í 9. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, barna og unglingabóka og fræðibóka.

Nánar

17. desember, 2015 Fréttir : Góðar fréttir fyrir umsækjendur. Framvegis verður hægt að sækja um alla styrki á rafrænu formi

Við tilkynnum með mikilli ánægju þá nýbreytni að frá og með 1. janúar 2016 verða allar umsóknir um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta á rafrænu formi. 

Nánar

20. apríl, 2015 Fréttir : Erlendir útgefendur áhugasamir um íslenskar bókmenntir á bókamessunni í London 

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í bókamessunni í London í síðustu viku og var fundað með útgefendum  og kynningaraðilum frá 16 löndum og kynntur listi miðstöðvarinnar yfir bækur ársins 2014.

Nánar

8. apríl, 2015 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta í London 14.-16. apríl  

Á bókamessunni í London verða Miðstöð íslenskra bókmennta og Félag íslenskra bókaútgefenda á sameiginlegum norrænum bás ásamt bókmenntakynningarstofunum Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Statens Kulturråd í Svíþjóð og Kulturstyrelsen í Danmörku. Básinn er númer 6F70.

Nánar

16. mars, 2015 Fréttir : ALLIR LESA fékk Lúður

Samstarfsverkefni Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar fékk Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannaheillaauglýsinga. Auglýsingarnar gerði auglýsingastofan Jónsson og Le´macks.

Nánar
Síða 2 af 2

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir