Fréttir: 2014

Fyrirsagnalisti

22. desember, 2014 Fréttir : Gleðileg jól!

Miðstöð íslenskra bókmennta sendir jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.   Nánar

18. desember, 2014 Fréttir : Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014

Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Nánar

11. desember, 2014 Fréttir : Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

Nánar

5. desember, 2014 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 – bókmenntaverðlauna kvenna

 Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar fimmtudaginn 4. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. 

Nánar

2. desember, 2014 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Nánar

17. nóvember, 2014 Fréttir : Heildarlestur samsvarar átta árum. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu. 

Nú liggja fyrir úrslitin í Allir lesa, landsleik í lestri. 4.236 manns í 326 liðum skráðu lestur upp á um 70.000 klukkustundir. Það samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Íslandsmeistarar í lestri lásu í yfir 5 sólarhringa að meðaltali á keppnistímanum. Tvö sigurlið koma úr Reykjanesbæ og Vestmannaeyingar lásu mest allra sveitarfélaga. Konur lásu þrisvar sinnum meira en karlar og börn undir 15 ára lásu langmest.

Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku

Markmiðið er að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Edward Nawotka hélt vel heppnaða vinnustofu um ritlist og útgáfu í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta 

Edward Nawotka, stofnandi og ritstjóri nettímaritsins Publishing Perspectives, var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni You are in Control (YAIC) sem haldin var í Bíó Paradís í Reykjavík í síðustu viku. Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri

Nú líður að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is Nánar

11. nóvember, 2014 Fréttir : Aldrei fleiri styrkir til þýðinga á erlend mál

Himnaríki og helvíti, LoveStar, Mánasteinn og Skaparinn meðal verka sem verða þýdd. Styrkupphæðin í ár nemur 19 milljónum króna. Nánar

14. október, 2014 Fréttir : Frábær byrjun á Allir lesa - mikill fjöldi liða þegar skráður til leiks

Það er skemmst frá því að segja að móttökurnar hafa verið vonum framar, og fyrstu tvo dagana skráðu vel á annað hundrað lið sig á vefinn.

Nánar

10. október, 2014 Fréttir : www.allirlesa.is kominn í loftið

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, því með því væri það undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesa alls staðar.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Bókasýningin í Frankfurt er haldin dagana 8.-12. október

Bókasýninguna í Frankfurt sækja árlega um 300.000 gestir, en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar. Íslenski básinn í Frankfurt er númer 5.0 A63.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Fylgist með fréttum frá okkur á Facebook og Twitter!

Fylgist með fréttum frá Miðstöð íslenskra bókmennta á Facebook og Twitter.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík. Skrifstofan hefur umsjón með verðlaununum í samstarfi við norræna dómnefnd þeirra.

Nánar

18. september, 2014 Fréttir : Næstu umsóknarfrestir: Þýðingar á íslensku og dvalarstyrkir þýðenda

Næstu frestir til umsókna um styrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta renna út 1. október fyrir dvalarstyrki þýðenda og 15. nóvember fyrir styrki til þýðinga á íslensku.

Nánar
Síða 1 af 3

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir