Fréttir: 2016

Fyrirsagnalisti

16. desember, 2016 Fréttir : Gleðilega hátíð og kærar þakkir fyrir gott bókmenntaár

Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var með áhrifamestu kvenhöfundum síns tíma. Eitt þekktasta verk hennar er smásagan Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns frá árinu 1951, þar sem nýstárleg efnistök og stíll ýmist ögruðu eða heilluðu. Segja má að hin kunna ljósmynd Jóns Kaldals af Ástu að reykja sígarettu hafi vakið sömu viðbrögð.

Nánar

14. desember, 2016 Fréttir : Ríflega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra - seinni úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2016

Alls bárust 43 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku og sótt var um rúmar 29 milljónir króna. Að þessu sinni var 31 styrk úthlutað að upphæð 10.3 milljónum króna til þýðinga á íslensku úr 10 tungumálum. Fjölgun umsókna er ríflega 100% frá því á sama tíma í fyrra, en þá bárust 19 umsóknir. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Nánar

7. desember, 2016 Fréttir : Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna - bókmenntaverðlauna kvenna

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar þriðjudaginn 6. desember í Menningarhúsinu Grófinni. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur og rit almenns efnis og eru þrjár bækur tilnefndar í hverjum flokki.

Nánar

1. desember, 2016 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Fimmtudaginn 1. desember 2016, voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er í 28. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Nánar

28. nóvember, 2016 Fréttir : Norræn menning í brennidepli hjá Southbank Centre allt árið 2017, undir yfirskriftinni Nordic Matters

Southbank Centre er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Nordic Matters með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni, sendiráðum Norðurlandanna í London, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og listamiðstöðvum landanna.

Nánar

25. nóvember, 2016 Fréttir : Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar fimmtudaginn 24. nóvember 2016 í Menningarhúsinu Grófinni. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og tíu þýðendur, en fjórar þýðinganna hlutu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta, sem óskar öllum þýðendunum innilega til hamingju með tilnefninguna.

Nánar

2. nóvember, 2016 Fréttir : Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Hugleikur Dagsson og Kári Tulinius meðal gesta í Helsinki

Norræna menningargáttin (Kulturkontakt Nord), sendiráð Danmerkur, Noregs og Íslands í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Svíþjóð og Pohjola-Norden í Finnlandi voru með sameiginlegan bás og stóðu að þrjátíu viðburðum á messunni.

Nánar

2. nóvember, 2016 Fréttir : Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Úr rökstuðningi dómnefndnar: ,,Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots."

Nánar

1. nóvember, 2016 Fréttir : Nýtt met slegið í fjölda íslenskra skáldverka

Þrátt fyrir aðeins færri bækur í ár en sl. tvö ár, þá er nýtt met slegið í fjölda íslenskra skáldverka miðað við samanlagðan fjölda prentverka, nýrra og endurútgefinna. Útgáfa rafbóka eykst jafnframt ár frá ári. Úttektin byggir á Bókatíðindum félags íslenskra bókaútgefenda.

Nánar

26. október, 2016 Fréttir : Norðurlöndin skipa stóran sess á bókamessunni í Helsinki í ár

Sendiráð Íslands, Danmerkur og Noregs í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen og Pohjola-Norden hafa í sameiningu skipulagt dagskrá með yfir þrjátíu viðburðum á bókamessunni, sem stendur yfir dagana 27.-30. október. Meðal íslenskra höfunda eru Elísabet Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson, sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Nánar

14. október, 2016 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur til 15. nóvember

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum, jafnt bækur almenns efnis og skáldverk, sem og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Nánar

5. október, 2016 Fréttir : Bókasýningin í Frankfurt haldin dagana 19. - 23. október

Bókasýninguna í Frankfurt sækja árlega um 300.000 gestir, en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar. Íslenski básinn í Frankfurt er númer 5.0  B82.

Nánar

3. október, 2016 Fréttir : Glæsileg ráðstefna um barna- og ungmennabækur í London

Dagskrá ráðstefnunnar var einstaklega metnaðarfull, fróðleg og skemmtileg. Fyrirlesararnir voru m.a. rithöfundar, útgefendur, ritstjórar, kynningarstjórar, markaðsfólk, sjónvarpsstjórar, tölvuleikjahönnuðir og fleira. Allir fjölluðu á einhvern hátt um barna- og ungmennabækur og afþreyingu barna, lestur, bóksölu, samfélagsmiðlana, sjónvarpsefni, kynningaraðferðir, neyslumynstur ungs fólks og ótalmargt fleira. 

Nánar

26. september, 2016 Fréttir : Vel heppnuð bókamessa í Gautaborg; tungumálið, fantasían, hefðin og yrkisefnin

Velheppnaðri og fjölmennri fjögurra daga Bókamessu í Gautaborg lauk á sunnudaginn þar sem fjöldi heimsþekktra höfunda tók þátt. Ísland var þar einnig líkt og undanfarin ár. Glæsilegur básinn, hannaður af HAF studio, skartaði íslenskum bókum sem gestir og gangandi glugguðu í og þar mátti kaupa sumar þeirra í sænskum þýðingum. Sjónum var beint að barna- og ungmennabókmenntum.

Nánar

6. september, 2016 Fréttir : Íslenskar barna- og ungmennabókmenntir í Gautaborg

Höfundarnir Arnar Már Arngrímsson, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson taka þátt í aðaldagskrá bókamessunnar.

Nánar

6. september, 2016 Fréttir : Bookseller barnabókaráðstefna í London

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe.

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt.

Nánar
Síða 1 af 3

Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir