Góðar fréttir fyrir umsækjendur. Framvegis verður hægt að sækja um alla styrki á rafrænu formi

Frá og með 1. janúar 2016 verða allar umsóknir um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta á rafrænu formi og er þar með langþráðu marki náð.

17. desember, 2015

Við tilkynnum með mikilli ánægju þá nýbreytni að frá og með 1. janúar 2016 verða allar umsóknir um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta á rafrænu formi. 

Við tilkynnum með mikilli ánægju að frá og með 1. janúar 2016 verða allar umsóknir um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta á rafrænu formi, en stefnt hefur verið að því um langa hríð. Fyrsti umsóknarfrestur ársins, um ferðastyrki höfunda, rennur út 15. janúar og verða það fyrstu styrkirnir sem boðið verður upp á að sækja um á rafrænu formi. Hér má finna frekari upplýsingar um ferðastyrki höfunda og aðra styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir