Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýlega 55 styrki til þýðinga á íslenskum verkum á 21 erlent tungumál; þar á meðal eru ný skáldverk, spennusögur, ljóð, barnabækur og fornsögur

15. apríl, 2024

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

  • A35ab5fc-47f1-4817-a855-b14c76826147

Umsóknarfrestur um styrki til erlendra þýðinga er tvisvar á ári; í febrúar og september. Hægt er að sjá þau verk sem hlutu styrki í fyrri úthlutun á árinu neðst í fréttinni, en þær skiptast í norrænar þýðingar og aðrar erlendar þýðingar.

Margar bækur sem komið hafa úr hérlendis undanfarið rata nú til nýrra lesenda erlendis. Þar má nefna skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, DJ Bambi, sem kom út í haust en von er á henni á frönsku og færeysku á árinu, Lungu eftir Pedro Gunnlaug García kemur út á portúgölsku, Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kemur út í þýskri þýðingu og Herbergi af öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur á dönsku.

Íslenskir höfundar nema land víða og má þar nefna Fríðu Ísberg með bókina Merkingu sem kemur út á tyrknesku og von er á ungverskri þýðingu á Trufluninni eftir Steinar Braga.

Barnabók Ránar Flygenring Vigdís, fyrsti konuforsetinn kemur út á frönsku og japönsku, Eldgos á eistnesku og Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason verður þýdd á úkraínsku.

Íslenska glæpasagan heldur áfram sigurgöngu sinni erlendis og von er á verkum Sólveigar Pálsdóttur og Stellu Blómkvist á ensku á næstu mánuðum, Ragnars Jónassonar á spænsku og Skúla Sigurðssonar á sænsku.

Hægt er að skoða allar úthlutanir hér (erlendar þýðingar) og hér (norrænar þýðingar).


Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir