Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku!
Í myndbandinu koma fram Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sverrir Norland, en þau eru öll frönskumælandi.
Hér neðar eru tvær útgáfur af myndbandinu; önnur á frönsku eingöngu en hin með enskum texta.
Framleiðandi myndbandsins er Republik og
leikstjóri Lárus Jónsson.
Myndbandið er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, íslensku sendiráðanna í París og Brussel, Íslandsstofu og Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
Myndbandið á frönsku með enskum texta
https://www.youtube.com/watch?v=GZAyAzLaIo8