Auður, barna- og ungmennabókasjóður

Næsti umsóknarfrestur er 15. mars 2025

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári; 15. mars.

Styrkir til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Tilgangurinn er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka fyrir yngri lesendur. Sjóðurinn er vistaður hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

 

Styrkjum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði er úthlutað einu sinni á ári. Styrkirnir eru veittir útgefendum

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi:

  • Afrit af undirrituðum samningi við höfund.
  • Afrit af undirrituðum samningum við aðra sem vinna að verkinu.
  • Upplýsingar um verkið og sýnishorn úr handriti.
  • Kynning á höfundi og útgefnum verkum hans.
  • Sýnishorn af myndskreytingum/myndlýsingu (á bara við um myndríkar barna- og ungmennabókmenntir).

Athugið: Fylgi umbeðin gögn ekki umsókn, verður hún ekki tekin til greina. 

Ekki er hægt að sækja um styrk fyrir bók sem komin er út.

Vakin er athygli á að listi yfir styrkþega er birtur opinberlega.

Birting merkis

Útgefendum er skylt að geta þess að verkið sé styrkt af barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og skal merkið vera vel læsilegt á upplýsingasíðu (kólófónsíðu) ritsins.

Audur-logo

Merkinu er hægt að hlaða niður hér.

Varðandi greiðslu styrkja sjá nánar: Greiðslufyrirkomulag og skilmálar

Svör við umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku berast með tölvupósti 6 til 8 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.