NordLit - samstarf norrænu bókmenntamiðstöðvanna
Norrænu systurstofnanirnar í NordLit eiga náið samstarf með það sameiginlega markmið að efla sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta.
NordLit eru samtök norrænna bókmenntamiðstöðva
sem eru, auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Norla í Noregi, Fili í Finnlandi,
FarLit í Færeyjum, Statens Kulturråd/Swedish Arts Council í Svíþjóð og Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku og heldur einn sameiginlegan vinnufund í janúar ár hvert, í höfuðborgum landanna til skiptis. Grænland og Samaland eru einnig í NordLit þótt þar séu ekki formlegar bókmenntamiðstöðvar starfandi.
Systurstofnanirnar í NordLit eiga gott og gjöfult samstarf með það sameiginlega markmið að efla sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta. NordLit stendur að sameiginlegum bás allra Norðurlandanna á bókamessunni í London og í Bologna og skipuleggur auk þess ýmis samvinnuverkefni eins og þýðendaþing í Norwich á Englandi, þar sem þýðendur úr norrænum málum á ensku komu saman vorið 2017. NordLit kom einnig að útgáfu á safnriti norrænna bókmennta í ritstjórn Sjón, The Dark Blue Winter Overcoat & Other Stories from the North sem Pushkin Press gaf út í tengslum við norræna áherslu Southbank Centre í London á árinu 2017.
NordLit vinnur einnig saman að styrkveitingum til þýðinga á norræn mál og annast danska bókmenntamiðstöðin - Statens Kunstråd (Kunst.dk) utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún útdeilir styrkfénu til hinna systurskrifstofanna, sem veita styrkina.
NordLit heldur samstarfsfundi árlega og skiptast löndin á að hýsa fundina.
DANMÖRK
Slots- og Kulturstyrelsen
www.kunst.dk
FINNLAND
FÆREYJAR
Faroese Literature (FarLit)
www.farlit.fo
GRÆNLAND
Greenland Writers Association
www.atuakkiortut.gl
NOREGUR
NORLA
www.norla.no
SAMALAND
Samisk Kunstnerråd
www.samidaiddar.no
SVÍÞJÓÐ
Statens kulturråd
www.kulturradet.se