Landsmenn hvattir til að lesa alla daga
Allir lesa landsleikurinn snýst ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna, heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur daglega. Keppendur skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is
Allir lesa landsleikurinn gengur út á að fólk á öllum aldri skrái bækur á netinu og þann tíma sem það ver í lestur. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni og fólk getur því lesið í rólegheitunum, en samt verið að keppa.
Markmiðið með allirlesa er að auka lestur þjóðarinnar
og fá fleiri til að njóta þess sem lesturinn færir hverjum og einum. Leiknum er ætlað að hvetja þá sem lesa til að lesa enn meira og hina sem lesa lítið eða ekki neitt, að hefja lesturinn. Allir lesa landsleikurinn er einstaklings- og liðakeppni í lestri, með svipuðu fyrirkomulagi og Hjólað í vinnuna. Allir lesa snýst þannig ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur. Með því að skrá inn að minnsta kosti 15 mínútur af lestri dag hvern vonumst við til þess að bóklestur komist inn í daglega rútínu og lesturinn verði að lífsstíl.
Leikurinn gengur út á að fólk á öllum aldri, skrái lestur
á netinu þá titla sem þeir lesa og þann tíma sem þeir verja í lestur. Þar sem leshraði fólks er mismunandi og háður ótal þáttum er ekki farin sú leið að telja blaðsíður, heldur eru það mínútur sem gilda. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni, fólk getur notið þess að lesa í rólegheitunum.
Það skiptir ekki máli hvernig bækur fólk les eða á hvaða formi -
prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók - allar tegundir bóka eru gjaldgengar í keppninni og öll tungumál. Hér er átt við bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.
Landsleikurinn er bæði einstaklings- og liðakeppni
geta tekið þátt. Fyrsti landsleikurinn fór fram 17. október til 16. nóvember 2014, í annað sinn fór hann fram 21. janúar til 22. febrúar 2016 og sá þriðji fór fram dagana 27. janúar til 19. febrúar 2017.
Aðstandendur ALLIR LESA eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Uppfært í júní 2018: Kæru lestrarhestar! Nú hefur allirlesa vefnum verið lokað og ekki fleiri landsleikir fyrirhugaðir, en lagt var upp með verkefnið til þriggja ára í upphafi - og það er skemmst frá því að segja að þátttakan fór fram úr okkar björtustu vonum. Við aðstandendur Allir lesa þökkum ykkur öllum sem voruð með í leiknum undanfarin ár og skráðuð samviskusamlega bókatitla og tímann sem þið vörðuð í lestur, það var magnað að sjá tölurnar. Við þökkum fyrir frábæra samvinnu og hvetjum ykkur til að viðhalda lestrargleðinni í framtíðinni! Góða skemmtun við lesturinn og bestu kveðjur, F.h. Allir lesa, Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Sjá fleiri fréttir um ALLIR LESA:
Úrslitin í landsleik ALLIR LESA 2017
ALLIR LESA, landsleikur í lestri – skráning hafin á allirlesa.is
www.allirlesa.is kominn í loftið
Frábær byrjun á Allir lesa - mikill fjöldi liða þegar skráður til leiks
ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri
Heildarlestur samsvarar átta árum. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu.
Allir lesa hlaut Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, í flokki almannaheillaauglýsinga