ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri

Nú líður senn að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is.

11. nóvember, 2014

Nú líður að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is


Gagnagrunnur um lestur þjóðarinnar 

Allir lesa - landsleikur í lestri er langt kominn, aðeins tæp vika eftir. Viðtökurnar við vefnum og þátttakan í landsleiknum hafa verið einstaklega góðar, en yfir 4.000 einstaklingar í 330 liðum hafa nú skráð lestrartíma upp á samtals um 50.000 klukkustundir, eða sem nemur tæpum sex árum. Á vefnum safnast saman upplýsingar í fróðlegan gagnagrunn um lestur þjóðarinnar eftir tegundum bóka, búsetu og kyni. 

Jólabækur og lestrardagbók einstaklinga 

Á allirlesa.is verður einnig til skemmtilegur listi í rauntíma yfir þær bækur sem fólk á öllum aldri, alls staðar að af landinu, les. Topp tíu listinn er afar fjölbreyttur og meðal vinsælustu titlanna eru Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren, Náðarstund eftir Hönnuh Kent, og Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.
Nú þegar jólabókaflóðið er að hefjast verður spennandi að fylgjast með því hvernig leslistinn á allirlesa.is endurspeglar metsölulista, Það verður fróðlegt að sjá hvort jólabækurnar ná inn í efstu sæti listans á keppnistímabilinu, eða hvort þær fara ekki að sjást fyrr en síðar, en allirlesa.is heldur áfram að þjóna hlutverki sínu sem persónuleg lestrardagbók hvers og eins á netinu eftir að keppnistímabilinu lýkur.

Aðstandendur Allir lesa - landsleiks í lestri, eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco. Styrktaraðilar eru Félag íslenskra bókaútgefenda, Síminn, MS, Rannís og SA og samstarfsaðilar eru ÍSÍ, og RÚV.

Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 13. maí, 2025 Fréttir

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

Nánar

Úthlutað úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 fjölbreytt verk fyrir yngri lesendur hljóta styrki - 13. maí, 2025 Fréttir

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. 

Nánar

19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk - 13. maí, 2025 Fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar

Allar fréttir