ALLIR LESA – þúsundir landsmanna taka þátt í landsleik í lestri

Nú líður senn að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is.

11. nóvember, 2014

Nú líður að lokum fyrsta landsleiks í lestri hér á landi, en hann hófst 17. október og lýkur sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fer fram á vefnum allirlesa.is


Gagnagrunnur um lestur þjóðarinnar 

Allir lesa - landsleikur í lestri er langt kominn, aðeins tæp vika eftir. Viðtökurnar við vefnum og þátttakan í landsleiknum hafa verið einstaklega góðar, en yfir 4.000 einstaklingar í 330 liðum hafa nú skráð lestrartíma upp á samtals um 50.000 klukkustundir, eða sem nemur tæpum sex árum. Á vefnum safnast saman upplýsingar í fróðlegan gagnagrunn um lestur þjóðarinnar eftir tegundum bóka, búsetu og kyni. 

Jólabækur og lestrardagbók einstaklinga 

Á allirlesa.is verður einnig til skemmtilegur listi í rauntíma yfir þær bækur sem fólk á öllum aldri, alls staðar að af landinu, les. Topp tíu listinn er afar fjölbreyttur og meðal vinsælustu titlanna eru Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren, Náðarstund eftir Hönnuh Kent, og Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason.
Nú þegar jólabókaflóðið er að hefjast verður spennandi að fylgjast með því hvernig leslistinn á allirlesa.is endurspeglar metsölulista, Það verður fróðlegt að sjá hvort jólabækurnar ná inn í efstu sæti listans á keppnistímabilinu, eða hvort þær fara ekki að sjást fyrr en síðar, en allirlesa.is heldur áfram að þjóna hlutverki sínu sem persónuleg lestrardagbók hvers og eins á netinu eftir að keppnistímabilinu lýkur.

Aðstandendur Allir lesa - landsleiks í lestri, eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco. Styrktaraðilar eru Félag íslenskra bókaútgefenda, Síminn, MS, Rannís og SA og samstarfsaðilar eru ÍSÍ, og RÚV.

Allar fréttir

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Allar fréttir