Dvalarstyrkir þýðenda

Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2020

Veittir eru styrkir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2021, en þó ekki yfir sumartímann. 

Veittir eru styrkir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2021, en þó ekki yfir sumartímann. Auk húsnæðisins er flugmiði greiddur og auk þess 30.000 kr á viku í dvalarstyrk. 

Umsóknir, þar sem fram kemur hvaða verk umsækjandi hefur þýtt/ætlar að þýða úr íslensku, og hvaða tíma er óskað eftir til dvalar, skulu berast fyrir 1. október 2020.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Svör við umsóknum um dvalarstyrki þýðenda berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

 

  • Gunnarshus-vinnuadstada
  • Gunnarshus-stofa
  • Gunnarshus-eldhus
  • Gunnarshus-matarkrokur
  • Svefnherbergi
  • Gunnarshus-sofi