Styrkir til þýðinga á íslensku

Næsti umsóknarfrestur er kl. 15:00, 15. nóvember 2024

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. mars og 15. nóvember.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. 

Auk framangreinds eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Styrkirnir eru ákvarðaðir út frá gæðum og umfangi myndskreytinga, auk texta.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Styrkirnir eru veittir útgefendum. 

Vinsamlegast athugið að þessir styrkir eru ekki til þýðinga úr Norðurlandamálunum. Sjá Norrænar þýðingar.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Umsókn verða að fylgja eftirfarandi gögn:

  • Upplýsingar um verkið og sýnishorn af þýðingu (lágmark 3 blaðsíður) ásamt frumtexta verksins. 
  • Kynning á þýðandanum og útgefnum verkum hans.
  • Afrit af undirrituðum samningi við erlendan rétthafa.
  • Afrit af undirrituðum samningi við þýðanda.
  • Sýnishorn af myndskreytingum/myndlýsingu (á bara við um myndríkar barna- og ungmennabókmenntir)

Athugið: Fylgi umbeðin gögn ekki umsókn, verður hún ekki tekin til greina. 

Bókin þarf að vera komin út á frummálinu til að hægt sé að sækja um þýðingastyrk. 

Vakin er athygli á að listi yfir styrkþega er birtur opinberlega.

Birting merkis Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Útgefendum er skylt að geta þess að verkið sé styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og merki Miðstöðvarinnar skal vera vel læsilegt á upplýsingasíðu (kólófónsíðu) ritsins ásamt eftirfarandi texta á þennan hátt:

Þýðing bókarinnar er styrkt af:

MIB-Einlina-Black   
Merkinu er hægt að hlaða niður svörtu hér og gráu hér.

Varðandi greiðslu styrkja sjá nánar: Greiðslufyrirkomulag og skilmálar

Svör við umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku berast með tölvupósti 4 til 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.