Átaksverkefni 2020 vegna Covid-19
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um aukaúthlutun vorið 2020. Alls bárust 257 styrkumsóknir frá 199 aðilum, sótt var um fyrir verkefni að heildarupphæð 111 milljónir króna. 36 milljónum króna er veitt í styrki til 45 verkefna.
Verkefnin sem hlutu styrk eru af ýmsum toga og fyrir allan aldur, og þau fara fram víða um land. Þar má nefna fjölbreytileg ritstörf, útgáfu, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburði, vefi, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira.
Styrkupphæð 1.200.000
Ljóðamála á almannafæri: ljóðahaust á Norðurlandi. Upplestrarröð á neti og í raunheimum. Umsækjandi: Ásgeir H. Ingólfsson
Bók um lífið í Kvennaathvarfinu gegnum mat, menningu og sögur kvenna og barna sem þar dvelja. Umsækjandi: Samtök um kvennaathvarf
Menningarsumar í Bókakaffinu á Selfossi. Umsækjandi: Sæmundur / Sunnan 4
Margmiðlunarsíða og veflægur gagnagrunnur um tímaritið Sögu og útgáfu Sögufélags. Umsækjandi: Sögufélag
Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins, greinaskrif (aðkeypt þjónusta). Umsækjandi: Úlfhildur Dagsdóttir
Sumarnámskeið Rithöfundaskólans í Gerðubergi. Ókeypis sumarnámskeið fyrir skapandi börn. Umsækjandi: Markús Már Efraím Sigurðsson
Styrkupphæð 800.000
Aldarspegill – Bók um Ólaf K. Magnússon ljósmyndara. Umsækjandi: Anna Dröfn Ágústsdóttir
Þýðing á Hyperion eftir Friedrich Hölderlin. Umsækjandi: Arthúr Björgvin Bollason
Þróun leikhandrita að sviðsverkum fyrir börn, byggðum á barnabókum. Umsækjandi: Áslaug Jónsdóttir
Suttungur ljóðahátíð í Reykjavík og Stykkishólmi. Umsækjandi: Ásta Fanney Sigurðardóttir
Brúin, gagnagrunnur um íslenskar bækur fáanlegar á ensku með enskum kynningartextum. Umsækjandi: Björn Halldórsson
Útgáfa tveggja Ljóðbréfa. Umsækjandi: Dagur Hjartarson
Bók um líf og skapandi feril Jóhanns Jóhannssonar, tónskálds og leikstjóra. Umsækjandi: Davíð Hörgdal Stefánsson
Íslenskar dystópíur: skáldsaga og fyrirlestrar. Umsækjandi: Emil Hjörvar Petersen
Syrpa – sýnisrit íslenska sviðshandrita. Samansafn styttri handrita og handritabrota. Umsækjandi: Eva Rún Snorradóttir
Hljóðbækur: Öndvegisrit íslenskra höfunda. Umsækjandi: Forlagið
Þýðing á Les liasons dangereuses eftir Cholderos de Laclos. Umsækjandi: Friðrik Rafnsson
Þýðing og útgáfa á ljóðum eftir afrísk-bandarísk skáld frá upphafi á 18. öld til dagsins í dag. Umsækjandi: Garibaldi
Sagnalandið (vinnuheiti) – bók um 30 staði um allt land sem tengjast íslenskum bókmenntum. Umsækjandi: Halldór Guðmundsson
Prýðilegar plöntur, bók fyrir börn um plöntur og plöntuást. Umsækjandi: Helga Björg Kjerúlf
Masterclass/ráðgjöf ásamt gisti- og vinnuaðstöðu fyrir höfunda, byrjendur sem lengra komna. Umsækjandi: Hin íslenska frásagnarakademía
Höfuðlausn, gamanópera byggð á Egils sögu. Umsækjandi: Hjörleifur Hjartarson
Stuttar sögur á einföldu máli fyrir þá sem leggja stund á íslensku sem annað mál. Umsækjandi: Karítas Hrundar Pálsdóttir
Lítil þúfa, myndlýst saga fyrir börn og fjölskyldur um Kvennafrídaginn 1975 og 2016. Umsækjandi: Linda Ólafsdóttir
Birta (vinnuheiti), skáldsaga fyrir unglinga. Umsækjandi: Margrét Tryggvadóttir
Barnaleikrit byggt á ævi Vigdísar Finnbogadóttur og bók Ránar Flygering: Vigdís, fyrsti konuforsetinn. Umsækjandi: Ólöf Sverrisdóttir
Hljóðvarp í anda vettvangsútvarps. Leiðsögumaður segir sögu borgarinnar, en dularfull öfl taka völd. Umsækjandi: Pedro Gunnlaugur Garcia
Hvað sem þú vilt – gamanleikrit um þá óbærilegu pressu sem felst í því að geta orðið hvað sem maður vill. Umsækjandi: Arnór Björnsson
Átaksverkefni Skriðu bókaútgáfu. Umsækjandi: Skriða bókaútgáfa
Heimspekileg skáldsaga fyrir ungmenni. Umsækjandi: Stefán Máni Sigþórsson
Listrænar vinnustofur og upplestrar fyrir börn. Umsækjandi: Sverrir Norland
Sagnasveigurinn Erfiðar konur. Umsækjandi: Svikaskáld
Menningarsaga byggð á bréfasafni og óbirtum handritum Magnúsar Ásgeirssonar ljóðaþýðanda. Umsækjandi: Sölvi Björn Sigurðsson
Skáldsagan Út að drepa túrista. Umsækjandi: Þórarinn Leifsson
Skáldsagan Guð leitar að Salóme eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. Umsækjandi: Una útgáfuhús
Bók þar sem ferðast er um lönd fyrrum Sovétríkjanna allt frá Eistlandi til Kasakstan og því lýst sem fyrir augu ber. Umsækjandi: Valur Gunnarsson
Skapandi skrif í grunnskólum skólaárið 2020-2021. Umsækjandi: Þorgrímur Þráinsson
Styrkupphæð 500.000
Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur. Umsækjandi: Benedikt bókaútgáfa
Tímamót eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson. Umsækjandi: DIMMA
Þýðing á leikritinu demut vor deinen taten baby eftir Lauru Naumann. Umsækjandi: Gunnur Martinsdóttir Schlüter
Iceland Noir, glæpasagnahátíð. Umsækjandi: Iceland Noir
Signatúra Books, nýr sjálfstæður útgefandi, stúdíó og rafræn bókabúð sem vinnur náið með hönnuðum, listamönnum og rithöfundum að útgáfu bóka. Umsækjandi: Júlía Runólfsdóttir
Lestrarklefinn, umfjöllun um íslenskar bókmenntir. Umsækjandi: Katrín Lilja Jónsdóttir
Myndasaga á dag, skrásetning á íslenskum samtíma. Umsækjandi: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Þýðing á Ariel eftir Sylviu Plath. Umsækjandi: Móheiður Geirlaugsdóttir