Íslenskan var alþjóðatungumál á vel heppnuðu þýðendaþingi í Veröld, húsi Vigdísar

Miðstöð íslenskra bókmennta hélt alþjóðlegt tveggja daga þýðendaþing 29. og 30. apríl 2019.

Á þinginu komu saman 18 þýðendur frá 10 málsvæðum jafnt reyndir þýðendur og nýir. Tungumálin sem þeir þýða á pólska, tékkneska, norska, sænska, danska, enska, rússneska, lettneska, þýska og ítalska. 

 • Thydendur-og-skipuleggjendur-thydendathingsins

IMG_E4192_1556898616955Þýðendur hitta kollega frá öllum heimshornum í Reykjavík

Alþjóðlegt tveggja daga þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta fór fram í Veröld - húsi Vigdísar 29. og 30. apríl, og voru aðstandendur og þátttakendur hæstánægðir með hvernig til tókst. Á þinginu fengu þýðendurnir tækifæri til að hitta kollega sína frá ýmsum heimshornum, íslenska höfunda, fræðimenn, útgefendur og ýmsa aðra sem láta sig íslenskar bókmenntir varða, auk þess að hlusta á erindi og taka þátt í umræðum um bókmenntir og þýðingar. Þessir tveir dagar voru gagnlegir og skemmtilegir og reyndust jafnframt frábær vettvangur fyrir þýðendur íslenskra bókmennta til að efla tengslin.

Dens-Dimins-og-Olga-MarkelovaFile5-19-1840603-File6-17-1840637-Öflugir sendiherrar bókmennta og menningar

Góðir þýðendur eru frábærir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og ber að þakka þeim metnaðarfullt og óeigingjarnt starf sem þeir inna af hendi í þágu þeirra og var þingið liður í því.

Markmið með þýðendaþinginu, er meðal annars að efla og treysta tengslin við starfandi þýðendur á erlend tungumál og sýna í verki hve mikils metin þeirra vinna er, en þýðendur bókmennta á erlend mál eru öflugir sendiherrar bókmenntanna og auka hróður þeirra um allan heim.

Aðstandendur þingsins vilja jafnframt hvetja nýja og upprennandi þýðendur til dáða og auðvelda þeim að komast í snertingu við íslenskan bókaheim og menningu líðandi stundar - auk þess að hitta og vinna með reyndum þýðendum.

18 þýðendur frá 10 málsvæðum 

Á þinginu komu saman 18 þýðendur frá 10 málsvæðum jafnt reyndir þýðendur og nýir. Tungumálin sem þeir þýða á pólska, tékkneska, norska, sænska, danska, enska, rússneska, lettneska, þýska og ítalska. Um helmingur þátttakenda er búsettur hér á landi og helmingur kemur að utan. Þýðendaþingið fór fram á íslensku.

IMG_E4220

Fjölbreytt dagskrá þingsins

Steinunn_1556894153787Dagskráin var fjölbreytt og samanstóð af fyrirlestrum, vinnustofum og heimsóknum. Í vinnustofunum sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og þýðandi leiddi, spreyttu þýðendurnir sig á stuttum textum og fjörugar umræður spunnust um vafaatriði og vandamál sem komu upp. Steinunn Sigurðardóttir flutti erindið Á þýðing að vera skiljanleg? en hún er í miklum tengslum við þýðendur sinna bóka. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi, fjallaði um mikilvægi þess að þýða úr frummáli og Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur, hélt fróðlegt erindi um íslenskar samtímabókmenntir. Auk þess var farið í móttöku á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í stofu Sigurðar Nordal þar sem Úlfar Bragason tók á móti hópnum, íslenskir útgefendur hittu þýðendurna og síðast en ekki síst var borðaður góður matur í góðum félagsskap.

Mikilvægi góðra þýðenda 

Vinsældir íslenskra bókmennta eru miklar og fara vaxandi víða um heim, sem marka má meðal annars á fjölgun umsókna milli ára til Miðstöðvar íslenskra bókmennta um þýðingastyrki úr íslensku á erlend mál og því verður mikilvægi góðra þýðenda enn brýnna, svo unnt verði að bregðast við eftirspurninni og kynna með því íslenska höfunda og menningu um allan heim.

Aðstandendur þýðendaþingsins og samstarfsaðilar 

Miðstöð íslenskra bókmennta hafði veg og vanda af undirbúningi og skipulagi þingsins. Samstarfs- og stuðningsaðilar þingsins eru Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Árnastofnun, Félag íslenskra bókaútgefenda, Bandalag þýðenda og túlka, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Rithöfundasamband Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Heiðursviðurkenningin Orðstír 

er liður í því að sýna þýðendum þakklæti fyrir gott starf, en hún er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi. Forseti Íslands veitir Orðstír annað hvert ár á Bessastaöðum í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og var það nú gert í þriðja sinn.

Handhafar Orðstírs hafa þýtt samanlagt 120 verk

Þýðendurnir Silvia Cosimini, sem þýðir á ítölsku, og John Swedenmark, þýðandi á sænsku, hljóta Orðstír í ár Silvia og John eru bæði mikilvirkir þýðendur með brennandi áhuga á íslenskum bókmenntum og tungu. Silvia hefur þýtt samtals um 70 verk úr íslensku á ítölsku og er jafnvíg á ólíkar bókmenntategundir. Meðal íslenskra höfunda sem hún hefur þýtt verk eftir má nefna Halldór Laxness, Hallgrím Pétursson, Guðberg Bergsson, Sjón, Svövu Jakobsdóttur og Arnald Indriðason. John hefur þýtt tæplega 50 verk úr íslensku á sænsku, meðal annars eftir rithöfundana Gerði Kristnýju, Jón Kalman, Þórarin Eldjárn, Lindu Vilhjálmsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur og Gyrði Elíasson. Samanlagt hafa farið frá þeim einar 120 vandaðar þýðingar. Fjölhæfni þeirra og fagmennska er einstök og starf þeirra fyrir íslenskar bókmenntir ómetanlegt.

Sjá nánar frétt um afhendingu Orðstírs 2019.

 • IMG_E4192
 • IMG_E4195
 • File5-19-1840603-
 • File4-21-1840570-
 • Steinunn_1556894153787
 • File3-23-1840536-
 • IMG_4200_1556893822061
 • File-41-1840433-
 • IMG_4215
 • IMG_E4220
 • File8-14-1840704-
 • File1-29-1840468-
 • IMG_4216
 • IMG_4211
 • IMG_4242
 • File4-22-1839406-
 • IMG_4244