Miðstöð íslenskra bókmennta

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.

Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 16. mars, 2023 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Nánar

Hjalti Pálsson hlýtur viðurkenningu Hagþenkis 2022 fyrir Byggðasögu Skagafjarðar I.-X. bindi - 16. mars, 2023 Fréttir

Hjalti Pálsson tók við viðurkenningu Hagþenkis 2022 þann 15. mars síðastliðinn fyrir verk sitt Byggðasaga Skagafjarðar, I.-X. bindi

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði - 15. febrúar, 2023 Fréttir

Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 15. mars 2023. 

Nánar

Allar fréttir


Kynningarstarf

Books from Iceland 2022

Miðstöð íslenskra bókmennta gefur árlega út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Hér má fletta bæklingnum.

Skoða bæklinginn


Styrkir

17.4.2023 Nýræktarstyrkir

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008. Valið er úr innsendum handritum.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Nánar
 

15.5.2023 Ferðastyrkir höfunda

Umsóknarfrestur er þrisvar á ári; 15. janúar, 15. maí og 15. september. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Nánar
 

15.9.2023 Þýðingar á erlend mál

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september. 

Einungis erlendir útgefendur geta sótt um þýðingastyrki á erlend mál.

Nánar
 

15.9.2023 Kynningarþýðingar

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.

Styrkir til þýðinga á sýnishorni úr verki (að hámarki 10 blaðsíður) sem ætlað er að nota í kynningu vegna útgáfu erlendis. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Nánar
 

15.9.2023 Norrænir þýðingastyrkir

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál. Sækja skal um styrk til þýðinga úr norrænu máli í upprunaland verks sem um ræðir. 

Nánar
 

15.9.2023 Lestrarskýrslustyrkir

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Nánar
 

Styrkjadagatal