Miðstöð íslenskra bókmennta

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.

Fréttir

Tilkynnt um úthlutun úr Auði, barna- og ungmennabókasjóði - 26. maí, 2023 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 8 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 24 verk styrk að þessu sinni.

Nánar

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til 40 verka - 26. maí, 2023 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 22 milljónum króna í útgáfustyrki til 40 verka. Alls bárust 74 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 85 milljónir króna.

Nánar

Orðstír 2023 afhentur á Bessastöðum - 24. apríl, 2023 Fréttir

Heiðursviðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi. 

Nánar

Allar fréttir


Kynningarstarf

Books from Iceland 2023

Miðstöð íslenskra bókmennta gefur árlega út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Hér má fletta bæklingnum.

Skoða bæklinginn


Styrkir

15.9.2023 Þýðingar á erlend mál

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september. 

Einungis erlendir útgefendur geta sótt um þýðingastyrki á erlend mál. 

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

15.9.2023 Kynningarþýðingar

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.

Styrkir til þýðinga á sýnishorni úr verki (að hámarki 10 blaðsíður) sem ætlað er að nota í kynningu vegna útgáfu erlendis. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

15.9.2023 Norrænir þýðingastyrkir

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál. Sækja skal um styrk til þýðinga úr norrænu máli í upprunaland verks sem um ræðir. 

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

15.9.2023 Lestrarskýrslustyrkir

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

1.10.2023 Dvalarstyrkir þýðenda

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári; 1. október. 

Veittir eru styrkir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2023, en þó ekki yfir sumartímann. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

15.11.2023 Styrkir til þýðinga á íslensku

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. mars og 15. nóvember.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. 

Auk framangreinds eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Styrkirnir eru ákvarðaðir út frá gæðum og umfangi myndskreytinga, auk texta.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Nánar
 

Styrkjadagatal