Úthlutanir útgáfustyrkja 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 millj.kr. til 55 verka. Alls bárust 93 umsóknir frá 51 umsækjanda og sótt var um ríflega 90 millj.kr.

Í þessari úthlutun voru í fyrsta sinn veittir styrkir til vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Sjá úthlutun þeirra neðar.

Styrkupphæð: 2.000.000

Íslensk flóra eftir Hörð Kristinsson, Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Jón Baldur Hlíðberg. Útgefandi: Forlagið

Styrkupphæð: 1.400.000

Mosar á Íslandi eftir Ágúst H. Bjarnason. Útgefandi: Ágúst H. Bjarnason

Styrkupphæð: 1.200.000

Íslensk nótnahandrit 1100-1800 eftir Árna Heimi Ingólfsson. Útgefandi: Crymogea

Dýrafræði eftir Örnólf Thorlacius og Lárus Thorlacius. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Styrkupphæð: 1.100.000

Íslenskir heyskaparhættir eftir Bjarna Guðmundsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Opna

Styrkupphæð: 900.000

Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi á 18. - 21. öld eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Útgefandi: Sögufélag

Styrkupphæð: 750.000

Saga revíunnar á Íslandi (fyrra bindi) eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Útgefandi: Skrudda

Styrkupphæð: 700.000

Hjarta Íslands eftir Gunnstein Ólafsson og Pál Stefánsson. Útgefandi: Bjartur


Íslensk samtímaljósmyndun 1975 - 2015, ritstj. Sigrún Alba Sigurðardóttir og Steinar Örn Atlason. Útgefandi: Félag íslenskra samtímaljósmyndara

Sjónarfur í samhengi 1. bindi: myndmál prentsögu Íslands frá 1844 - 1918 eftir Guðmund Odd Magnússon. Útgefandi: Listaháskóli Íslands

DUNGANON: líf og list Karls Einarssonar Dunganons eftir Helgu Hjörvar og Hörpu Björnsdóttur. Útgefandi: Safnasafnið

Styrkupphæð: 600.000

Glímuskjálfti, heildarútgáfa á verkum Dags Sigurðarsonar. Útgefandi: Forlagið

Helguleikur eftir Kolbein Bjarnason í ritstjórn Marðar Árnasonar. Útgefandi: Sæmundur / Sunnan 4

Reykjavík um aldamótin 1900 – með augum Benedikts Gröndal eftir Illuga Jökulsson og Ívar Gissurarson. Útgefandi: Sögur útgáfa

Styrkupphæð: 500.000

„Þessi litlu form“: merkjasaga og merki Gísla B. Björnssonar , ritstjóri Bryndís Björgvinsdóttir. Útgefandi: Listaháskóli Íslands í samvinnu við Háskólaútgáfuna

Jóhanna Kristín Yngvadóttir - Listaverkabók eftir Ásdísi Ólafsdóttur ofl. Útgefandi: DIMMA

Ólöf Nordal eftir Æsu Sigurjónsdóttur í ritstjórn Páls Valssonar. Útgefandi: Eyja útgáfufélag

Vestur íslenskt mál og menning eftir Birnu Arnbjörnsdóttur, Höskuld Þráinsson og Úlfar Bragason. Útgefandi: Háskólaútgáfan

Á vora tungu. Afmælisrit til heiðurs Kristjáni Árnasyni eftir Ara Pál Kristinsson og Hauk Þorgeirsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan

Þungir þankar eftir Mikael M. Karlsson í ritstjórn Elmars Geirs Unnsteinssonar. Útgefandi: Háskólaútgáfan

Haraldur Jónsson - Róf eftir Markús Þór Andrésson. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur

Listamannarekin rými í Reykjavík eftir Þorgerði Ólafsdóttur, Becky Forsythe og Birki Karlsson. Útgefandi: Nýlistasafnið

LEXÍA - íslensk-frönsk veforðabók eftir Rósu E. Davíðsdóttur og Þórdísi Úlfarsdóttur. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Tíðfordríf eftir Jón lærða Guðmundsson í útgáfu Einars G. Péturssonar. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Landnámssögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

Styrkupphæð: 450.000

Vegamót - áhrif álfatrúar á manngert umhverfi eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Útgefandi: Bjartur

Tíminn sefur eftir Árna Einarsson. Útgefandi: Forlagið

Styrkupphæð: 400.000

Skiptidagar: Punktar um fortíð og framtíð Íslands eftir Guðrúnu Nordal. Útgefandi: Forlagið

Styrkupphæð: 350.000

Höfuðljóð eftir Þröst Ólafsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

PQ17 skipalestin eftir Kolbrúnu Albertsdóttur. Útgefandi: Sögur útgáfa

Styrkupphæð: 250.000

Rök lífsins eftir Guðmund Eggertsson. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

111 eftir Spessa. Útgefandi: Forlagið

Dvergasteinn – Sögur og sagnir úr Djúpavogshreppi eftir Öldu Snæbjörnsdóttur. Útgefandi: Skrudda

Makkabeabækur eftir Karl Óskar Ólafsson og Svanhildi Óskarsdóttur. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Kvíða- og fótboltasaga Ingólfs Sigurðssonar eftir Guðjón Inga Eiríksson. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar

Styrkupphæð: 200.000

Íslenskar rúnir eftir Teresu Dröfn Njarðvík. Útgefandi: BF-útgáfa

Undur yfir dundu. Frásagnir af Kötlugosum 1625 – 1860 eftir Má Jónsson. Útgefandi: Katla jarðvangur

Myndríkar barna- og ungmennabækur


Styrkupphæð: 800.000

Kjarval - Maðurinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur. Útgefandi: Forlagið

Styrkupphæð: 500.000

Hin hliðin á jólunum eftir Rósu Þorsteinsdóttur, myndhöfundur Óskar Jónasson. Útgefandi: Mediaevaland

Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi: Forlagið

Ljóðpundari eftir Þórarin Eldjárn, myndhöfundur Sigrún Eldjárn. Útgefandi: Forlagið

Maxímús Músíkús fer á fjöll eftir Hallfríði Ólafsdóttur, myndhöfundur Þórarinn Már Baldursson. Útgefandi: Forlagið

ESJA - ævintýri fjallastelpu í stórborginni eftir Sverri Björnsson, myndhöfundur Jakob Jóhannsson. Útgefandi: Gjörð ehf.

Spennandi fróðleikur fyrir ungt fólk eftir Illuga Jökulsson, Ívar Bjarklind og Veru Illugadóttur. Útgefandi: Sögur útgáfa

Styrkupphæð: 450.000

Skarphéðinn Dungal eftir Hjörleif Hjartarson, myndhöfundur Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra

Styrkupphæð: 400.000

(Lang) Elstur 2 eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan

Úlfur og Edda 3: Drottningin eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan

Styrkupphæð: 350.000

Milli svefns og Vöku eftir Margréti Önnu Björnsdóttur, myndhöfundur Laufey Jónsdóttir. Útgefandi: Salka

Stelpan sem týndi litla bróðir sínum í ruslinu eftir Guðna Líndal Benediktsson, myndhöfundur Ryoko Tamura. Útgefandi: Bókabeitan

Sólarhjólið eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson, myndhöfundur Högni Sigþórsson. Útgefandi: DIMMA

Hann er vinur minn eftir Hafstein Hafsteinsson. Útgefandi: Forlagið

Leika eftir Lindu Ólafsdóttur. Útgefandi: Forlagið

Bókin um það sem foreldrar gera þegar börn eru sofnuð eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur, myndhöfundur Linda Loeskow. Útgefandi: Geit publishing

Styrkupphæð: 300.000

Tinna Trítlimús  - Hættuför í Votadal eftir Aðalstein Stefánsson, myndhöfundur Ingi Jensson. Útgefandi: Bókabeitan

Styrkupphæð: 250.000

Lukka og hugmyndavélin í svakalegum háska eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur, myndhöfundur Logi Jes Kristjánsson. Útgefandi: Bókabeitan