Frankfurt 2011 í tölum

Með þátttökunni var kastjósinu beint að íslenskum bókmenntum og rithöfundum, en einnig að öðrum listum. Sögueyjan hefur tekið saman nokkrar tölur sem gætu gefið mynd af umfangi verkefnisins. 

251

Viðburður var haldinn á vegum Sögueyjunnar árið 2011 í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, fyrir utan Bókasýninguna í Frankfurt.

50 

Viðburðir voru haldnir í sýningarskála Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 12.-16. október 2011. Þetta voru upplestrar, viðtöl og blaðamannafundir.

76

Upplestrar og viðtöl við höfunda voru á stöndum ýmissa fjölmiðla, forlaga og menningarstofnanna á Bókasýningunni í Frankfurt, fyrir utan sýningarskála Íslands.

11 

Sýningar af ýmsu tagi voru haldnar í stórum og smáum söfnum í Frankfurt.

14 

Viðburðir voru haldnir á Íslandi árið 2011 og 2012 á vegum Sögueyjunnar, m.a. var málþing helgað Íslendingasögum haldið á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2011 sem Sögueyjan átti veg og vanda að.

75 

Fjölmiðlamenn frá Þýsklandi, Austurríki og Sviss  komu til Íslands á vegum Sögueyjunnar eða á eigin vegum í tengslum við heiðurssþátttöku Íslands í Frankfurt.

1100

Innslög um Ísland og/eða Sögueyjana voru í þýskumælandi fjölmiðlum árið 2011 (útvarp, sjónvarp, helstu stórblöð – minni fjölmiðlar eins og héraðsblöð ekki talin með).

3 milljarðar ISK 

Heildarverðmæti fjölmiðlaumfjöllunar í þýskum miðlum árið 2011 skv. úttekt með viðurkenndum aðferðum.

111

Forlög í Sviss, Austurríki og Þýskalalandi störfuðu með Sögueyjunnni í aðdraganda Bókasýningarinnar í Frankfurt. Þessi forlög gáfu út bók eftir íslenskan höfund eða bók um Ísland.

230 

Bækur eftir íslenska höfunda og um Íslandstengd efni voru gefnar út á þýskum bókamarkaði árið 2011.

25

Íslenskir höfundar tóku þátt í ýmsum upplestrum og bókmenntahátíðum í hinum þýskumælandi heimi á árunum 2008-2012, fyrir utan Bókasýninguna í Frankfurt.

42

Íslenskir höfundar fóru á Bókasýninguna í Frankfurt og voru þær ferðir samvinnuverkefni Sögueyjunnar og erlends forlags viðkomandi höfundar.

120 

Íslenskir listamenn fóru til Þýskalands í tengslum við Bókasýninguna í Frankfurt á tímabilinu 2008-2012 og tóku þátt í ýmiss konar upplestrum, tónleikum, sýningum og blaðamannafundum svo fátt eitt sé nefnt.

30 

Gestir komu frá Þýskalandi til Íslands, aðrir en blaðamenn, í tengslum við verkefnið. Hér er um að ræða sýningarstjóra og listamenn svo dæmi séu tekin.

31

Myndband um íslenskar bókmenntir og íslenskar listir var framleitt fyrir heimasíðu Sögueyjunnar,www.sagenhaftes-island.is, og fáanlegt þar á íslensku og einnig með þýskum texta og enskum.

27

Viðtöl við íslenska höfunda og greinar undir liðnum „Höfundur mánaðarins“ á heimasíðunni. Viðtölin eru birt á þremur tungumálum: íslensku, þýsku og ensku. Fjölmörg smærri höfundaviðtöl voru auk þess birt á heimasíðunni.

21 

Grein um íslenskar bækur undir liðnum „Bók mánaðarins“ á heimasíðunni. Greinarnar birtast á þremur tungumálum: íslensku, þýsku og ensku. Fjölmargar smærri greinar og fréttir voru einnig birtar á heimasíðunni.

11 

Starfsmenn unnu við verkefnið, fjórir í Þýskalandi og sjö á Íslandi.

45 

Störfuðu fyrir Sögueyjuna á meðan á Bókasýningunni í Frankfurt stóð dagana 12.-16. október 2011 og unnu ýmis tilfallandi störf, sáu um akstur, aðstoðuðu rithöfunda og fleira.