Ferða- og þátttökustyrkir höfunda

Næsti umsóknarfrestur er 15. janúar 2022

Umsóknarfrestur er þrisvar á ári; 15. janúar, 15. maí og 15. september.

VEGNA COVID: Ferðastyrkir gilda tímabundið einnig til þátttöku höfunda í rafrænum viðburðum erlendis en athugið að aðeins viðburðahaldarar geta sótt um, ekki höfundar. Sömu skilyrði gilda um þær umsóknir og um aðra ferðastyrki.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Almenna reglan er þessi og verður tekin aftur upp þegar COVID hömlum linnir: Höfundar frá Íslandi, erlend forlög og stjórnendur bókmennta- og menningarhátíða geta sótt um ferðastyrki í tengslum við útgáfu og kynningu á þýddum verkum eftir íslenska höfunda erlendis.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Heimilt er að sækja um styrk eftir að ferð hefur verið farin, þó eigi síðar en átta vikum eftir að ferð er lokið. Ferðastyrkurinn er veittur vegna flugs eða lestarferða á milli landa, ekki vegna gistingar eða annars dvalarkostnaðar.

Allt kynningarefni s.s. bæklingar, dagskrár, rafrænt efni o.s.frv. sem tengist viðburðinum skal merkt með merki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Umsóknarfrestur er þrisvar sinnum á ári: 15. janúar, 15. maí og 15. september.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Kynning á höfundi og útgefnum verkum hans.
  • Afrit af boðsbréfi eða samningi vegna fyrirhugaðrar ferðar.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Svör við umsóknum um ferðastyrki berast með tölvupósti 4 til 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.