Kynningarstarf innanlands og utan

Miðstöð íslenskra bókmennta stuðlar að aukinni útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis með kynningum á helstu bókasýningum og fleiru.

  • London-Book-Fair---yfirlitsmynd

Eitt meginhlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.

Bókamessur erlendis 

Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta felst til að mynda í þátttöku í helstu bókasýningum erlendis eins og í London, Bologna, Frankfurt og Gautaborg og víðar þar sem Miðstöðin kynnir bækling á ensku með ýmsum verkum, verðlaunum og viðurkenningum höfunda fyrra árs og veitir margháttaða ráðgjöf erlendum útgefendum, þýðendum og fleira.

NordLit samstarf

Miðstöðin á einnig gott og gjöfult samstarf við systurstofnanir á Norðurlöndunum (NordLit) um ýmis verkefni og viðburði sem efla sýnileika og útbreiðslu bókmenntanna. Jafnframt hefur Miðstöð íslenskra bókmennta samstarf við skipuleggjendur fjölbreytilegra bókmenntaviðburða sem og sendiráð Íslands um allan heim um kynningu á íslenskum bókmenntum, höfundum og þýðendum.

Ferða- og dvalarstyrkir höfunda og þýðenda

Að auki greiðir Miðstöð íslenskra bókmennta götu höfunda með styrkjum til kynningarferða erlendis og býður upp á dvalar- og ferðastyrki fyrir þýðendur úr íslensku í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands. Hér má finna frekari upplýsingar um alla styrki Miðstöðvarinnar. 

Ýmis verkefni 

Einnig styður Miðstöðin bókmenntakynningu og bókmenningu innanlands með samstarfi við aðra innlenda aðila og með sérstökum átaksverkefnum, eins og Allir lesa og fleira.

Fréttabréfið okkar

Miðstöð íslenskra bókmennta sendir reglulega frá sér fréttabréf á íslensku og ensku. Skráning á póstlista neðst á forsíðu.

  • Frankfurt-skali-3
  • 22135400_1479405822136184_7870211074434027044_o
  • Frankfurt-skali-1
  • 22179697_1479408212135945_2870538530187832293_o
  • Frankfurt-buchmesse

 Svipmyndir frá ýmsum bókamessum