Lestrarskýrslustyrkir

Næsti umsóknarfrestur er 15. febrúar 2021

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Lestrarskýrslustyrkir eru eingöngu ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu. Þeir fá fagaðila til að lesa verkið á íslensku og skila áliti í skýrsluformi.

Skáldverk skrifuð á íslensku fyrir fullorðna, börn og ungmenni, fræðibækur og bækur almenns efnis eru gjaldgeng og eingöngu erlendir útgefendur og umboðsmenn geta sótt um styrkinn.

Koma þarf fram í umsókn um hvaða bók á að skrifa skýrslu og hver skrifar hana.

Skýrslunni skal skilað til Miðstöðvar íslenskra bókmennta eigi síðar en 6 mánuðum eftir að styrkloforð fæst.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Kynning á þeim sem skrifar skýrsluna 

Umsóknarfrestir eru 15. febrúar og 15. september árlega. Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á ensku síðunni fjórum vikum fyrir næsta umsóknarfrest.

Svör við umsóknum berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.