Lestrarskýrslustyrkir
Næsti umsóknarfrestur er kl. 15:00, 17. febrúar 2025.
Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.
Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og innlendum og erlendum umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.
Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.
Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.
Lestrarskýrslustyrkir eru eingöngu ætlaðir erlendum útgefendum og innlendum og erlendum umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu. Þeir fá fagaðila til að lesa verkið á íslensku og skila áliti í skýrsluformi.
Skáldverk skrifuð á íslensku fyrir fullorðna, börn og ungmenni, fræðibækur og bækur almenns efnis eru gjaldgeng og eingöngu erlendir útgefendur og umboðsmenn geta sótt um styrkinn.
Koma þarf fram í umsókn um hvaða bók á að skrifa skýrslu og hver skrifar hana.
Skýrslunni skal skilað til Miðstöðvar íslenskra bókmennta eigi síðar en 6 mánuðum eftir að styrkloforð fæst.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:
- Kynning á þeim sem skrifar skýrsluna
Umsóknarfrestur er tvisvar á ári: 15. febrúar og 15. september.
Vakin er athygli á að listi yfir styrkþega er birtur opinberlega.
Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á ensku síðunni fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.
Svör við umsóknum berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.