Viðtöl við höfunda

Vilborg Davíðsdóttir

Skip víkinganna hefðu ekki farið langt ef ekki hefði verið fyrir vinnu kvennanna í lífi þeirra, segir rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Vilborg Davíðsdóttir.

Nánar

Rúnar Helgi Vignisson

Rúnar Helgi Vignisson lét rækilega í sér heyra síðastliðið sumar með þriðja útgefna smásagnasafni sínu Ást í meinum. Rúnar rifjaði upp sín fyrstu skref sem rithöfundur og ræddi um nýjustu verkin í spjalli við Sögueyjuna.

Nánar

Vigdís Grímsdóttir

„Við búum þegar við þrúgandi ofríki og höfum gert alltof lengi og það er einmitt þetta ofríki sem fer sífellt vaxandi í heiminum þótt við kærum okkur kannski ekkert um að sjá það,“ segir Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, í viðtali við Sögueyjuna.

Nánar

Ólafur Jóhann Ólafsson

„Maður er endalaust að læra eitthvað nýtt og reyna að gera það betur sem maður hefur þegar lært, endalaust að viða að sér efni og öðlast yfirsýn,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, eftir 25 ár á ritvellinum. Sögueyjan ræddi við hann um farinn veg og að sjálfsögðu nýjustu skáldsöguna.

Nánar

Arnaldur Indriðason

„Það á ekki að vera hægt að skrifa glæpasögur á Íslandi, af því að hér gerist ekki neitt. Og það er gríðarlega erfitt að sannfæra lesendur um annað. Það er ögrunin sem maður stendur frammi fyrir,“ segir Arnaldur Indriðason.

Nánar

Pétur Gunnarsson

„Sambandi höfundar við fyrri verk má helst líkja við samband okkar við drauma. Þau hreinlega hverfa yfir í einhverja aðra vídd,“ segir rithöfundurinn Pétur Gunnarsson í samtali við Sögueyjuna. Punktur, punktur, komma, strik er komin út á þýsku og bókmenntaleg leiðsögubók um Reykjavík að auki.

Nánar

Óskar Árni Óskarsson

Skuggamyndir úr ferðalagi eftir Óskar Árna, sem gjarnan er nefndur meistari smáprósans í íslenskum bókmenntum, kom út á þýsku fyrr á þessu ári. „Ég vildi halda þessu til haga svo það gleymdist ekki,“ segir hann um hógværa tilurð verksins.

Nánar

Sigurbjörg Þrastardóttir

Sigurbjörg Þrastardóttir er á meðal þeirra fjölmörgu rithöfunda sem þýddir verða á þýsku á þessu ári. Sögueyjan spjallaði við hana um ljóðlistina og möguleika þess að lauma henni að grunlausum lesendum glæpasagna.

Nánar

Kristín Steinsdóttir

„Ég var að falast eftir hlutum sem voru einfaldlega horfnir,“ segir rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir um síðustu skáldsögu sína Ljósu, sem byggir á ævi ömmu hennar. Það var ekki til siðs að ræða um geðsjúkdóma segir hún í viðtali við Sögueyjuna. „Kannski hélt fólk að maður yrði þannig útsettur fyrir  því að verða geðveill sjálfur.“

Nánar

Sjón

„Sögur úreldast ekki,“ segir rithöfundurinn Sjón í viðtali við Sagenhaftes Island. Í samtali við höfundinn um skáldsögu hans Rökkurbýsnir komumst við að því að sautjánda öldin kallast um margt á við okkar tíma „þegar heiminum hefur verið steypt á hvolf og græðgin tekin við.“

Nánar
Síða 1 af 3