Orðstír, heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál

Heiðursviðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi.

Forseti Íslands veitir viðurkenninguna á Bessastöðum annað hvert ár í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og var hún veitt í fyrsta sinn árið 2015. Að Orðstír standa auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, embætti Forseta Íslands, Bandalag þýðenda og túlka, Íslandsstofa og Bókmenntahátíð í Reykjavík. 

Handhafar Orðstírs:

2015: Catherine Eyjólfsson (franska) og Erik Skyum (danska)

2017: Vicky Cribb (enska) og Eric Boury (franska)

2019: John Swedenmark (sænska) og Silvia Cosimini (ítalska)

2021: Tina Flecken (þýska) og Tone Myklebost (norska)

2023: Jacek Godek (pólska) og Luciano Dutra (portúgalska)