Orðstír, heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál

Heiðursviðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi.

Forseti Íslands veitir viðurkenninguna annað hvert ár í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og var hún veitt í fyrsta sinn árið 2015.

Að Orðstír standa auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Bandalag þýðenda og túlka, Íslandsstofa, embætti Forseta Íslands og Bókmenntahátíð í Reykjavík.