Útgáfur á þýsku

Sögueyjan Ísland, í samstarfi við íslensk forlög og höfunda, vann að kynningu íslenskra bókmennta gagnvart forlögum í Þýskalandi vegna heiðursþátttökunnar á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Þýskur markaður nær til um eitt hundrað milljón lesenda og hefur útgáfa á íslenskum bókmenntum þar farið vaxandi undanfarinn áratug. Undir aldamót voru um tíu titlar þýddir úr íslensku á þýsku árlega, á síðustu árum hafa þeir verið um tuttugu.

Frá haustinu 2010 til haustsins 2011 má gera ráð fyrir að útgefnar þýðingar, ásamt bókum tengdum Íslandi, hafi verið hátt í tvö hundruð á Þýskalandsmarkaði. Þar af eru áttatíu skáldsagna-, smásagna- og ljóðatitlar, nýútgefnir og endurútgefnir, og um tuttugu safnrit, þar á meðal metnaðarfull fimm binda útgáfa Íslendingasagnanna hjá S. Fischer Verlag. Þýsk forlög gáfu að auki út fjölda íslenskra fræðirita og handbóka sem snúa að sögu Íslands, stjórnmálum, tungumáli og þjóð.

Hér má nálgast Bókatíðindi Íslands, þar sem sjá má þá titla sem koma út á þýsku vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt (á þýsku).

Hér gefur svo að líta útgáfulista með upplýsingum um alla helstu titla komu út fyrir bókasýninguna 2011 (á þýsku).