Sögueyjan Ísland

Heiðursþátttaka Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011

Ísland var heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt árið 2011. Hér á síðunni má finna ýmislegt sem tengist því mikla verkefni sem bar nafnið Sögueyjan Ísland / Fabulous Iceland / Sagenhaftes Island en verkefnið fékk framhaldslíf innan Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Hér má sjá heimildaþátt Þorsteins J. um heiðursþátttökuna þar sem rætt er við aðstandendur Sögueyjunnar og sýnt frá þeim fjölda viðburða sem Sögueyjan stóð fyrir á heiðursárinu.

Einnig má á vefnum finna ýmsar upplýsingar sem tengjast heiðursþátttökunni.