Norrænir þýðingastyrkir
Þýðingar úr íslensku á norræn mál | Þýðingar úr norrænum málum á íslensku
Næsti umsóknarfrestur er 17. febrúar 2024 kl. 15:00.
Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september.
Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál. Sækja skal um styrk til þýðinga úr norrænu máli í upprunaland verks sem um ræðir.
Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.
Þýðingar úr íslensku á norræn mál
Danska bókmenntamiðstöðin - Statens Kunstråd (Kunst.dk) annast utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún útdeilir styrkfénu til systurskrifstofa á Norðurlöndum - NordLit.
Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál.
Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.
Umsóknarfrestir: 15. febrúar og 15. september.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:
- Kynning á þýðanda og útgefnum verkum hans.
- Samningur við íslenskan rétthafa verksins.
- Samningur við þýðanda verksins.
- Upplýsingar um verkið ásamt sýnishorni úr þýðingu með upprunalegum texta.
Svör við umsóknum um norræna þýðingarstyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.
Vakin er athygli á að listi yfir styrkþega er birtur opinberlega.
Þýðingar úr norrænum málum á íslensku
Sækja skal um styrk til þýðinga úr norrænu máli í hvert upprunaland fyrir sig.
Athugið að frestir eru mismunandi eftir löndum.
Hér fyrir neðan eru tenglar á síður systurskrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum ásamt umsóknarfrestum og tengiliðum sem veita upplýsingar um styrkumsóknir:
DANMÖRK
Anne-Marie Rasmussen, Slots- og Kulturstyrelsen +45 3373 3373.
Umsóknarfrestir: 1.3 og 30.9
www.kunst.dk Bein slóð hér.
FINNLAND
Johanna Pitkänen, FILI +358 40 5820975.
Umsóknarfrestir: 1.2., 1.5. og 1.11.
www.finlit.fi/fili Bein slóð hér.
FÆREYJAR
Urd Johannesen, Faroese Literature (FarLit).
Umsóknarfrestir: 1.4. og 1.10.
www.farlit.fo/grants.
GRÆNLAND
Juaaka Lyberth, Grønlands Forfatterforening.
Umsóknarfrestir: 1.4 og 1.10
Bein slóð hér.
NOREGUR
Torill Johansen, NORLA, +47 23 08 41 07.
Umsóknarfrestir fyrir fagurbókmenntir: 1.4, 1.8 og 15.11.
Umsóknarfrestir fyrir fræðirit: 1.2, 1.6 og 1.10.
www.norla.no Bein slóð hér.
SAMALAND
Samisk kunstnerråd.
www.samidaiddar.no Bein slóð hér.
SVÍÞJÓÐ
Susanne Bergström Larsson, Statens kulturråd, +46-8-519 264 83.
Umsóknarfrestir: 9.2., 4.5 og 28.9 á árinu 2021.
www.swedishliterature.se Bein slóð hér.