Úthlutanir útgáfustyrkja 2017

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 23.5 millj.kr. til 45 verka. Alls barst 101 umsókn frá 56 umsækjendum og sótt var um tæpar 89 millj.kr.

Styrkupphæð: 1.500.000

Segulbönd Iðunnar í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur. Útgefandi: Kvæðamannafélagið Iðunn.        

Styrkupphæð: 1.200.000

Íslensk smádýr á landi - Skordýr og önnur liðdýr, sniglar og liðormar eftir Erling Ólafsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Opna.            

Síldarævintýrið (vinnuheiti) eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Útgefandi: Forlagið.                   

Skipulagssaga Íslands eftir Harald Sigurðsson. Útgefandi: Crymogea ehf.             

Styrkupphæð: 800.000

Leitin að klaustrunum. Íslenskt klaustratal eftir Steinunni Kristjánsdóttur. Útgefandi: Sögufélag.

Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið, 1858-1874 í ritstjórn Terry Gunnell og Karls Aspelund. Útgefandi: Þjóðminjasafnið.

Styrkupphæð: 600.000

Ásmundur Sveinsson - Í hafróti sálarinnar (vinnutitill) eftir Kristínu G. Guðnadóttur í ritstjórn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn.          

Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar, formála ritar Sölvi Björn Sigurðsson. Útgefandi: Salka.

Milli steins og sleggju: Nútímasaga Mið-Austurlanda eftir Magnús Þorkel Bernharðsson. Útgefandi: Forlagið.             

Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson. Útgefandi: Forlagið.

Smekkleysa í 30 ár í ritstjórn Ólafs J. Engilbertssonar. Útgefandi: Smekkleysa SM ehf.    

Styrkupphæð: 500.000

Að gera garð. Saga og þróun íslenskrar garðmenningar frá landnámi til miðrar tuttugustu aldar (vinnuheiti) eftir Einar E. Sæmundssen. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.    

Áhrif Lúthers. Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár eftir Hjalta Hugason, Loft Guttormsson og Margréti Eggertsdóttur. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.              

Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari (vinnuheiti) í ritstjórn Ingunnar Jónsdóttur. Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands.

Heiman og heim eftir Birnu Bjarnadóttur. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Hnignun, hvaða hnignun. Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands eftir Axel Kristinsson. Útgefandi: Sögufélag.         

Hvítabirnir - Komur hvítabjarna til Íslands frá upphafi heimilda í sögulegu og þjóðfræðilegu ljósi eftir Rósu Rut Þórisdóttur. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar ehf.                

Íslenska lopapeysan eftir Ásdísi Ósk Jóelsdóttur. Útgefandi: Háskólaútgáfan.      

Jarðvegur - myndun, vist og nýting eftir Þorstein Guðmundsson í ritstjórn Egils Arnarsonar. Útgefandi: Háskólaútgáfan. 

Kristur. Saga hugmyndar eftir Sverri Jakobsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.

Landsýn / Land Seen eftir Einar Fal Ingólfsson. Útgefandi: Crymogea ehf.                             

Nafnlaus: Ólafur Lárusson eftir Þorgerði Ólafsdóttur og Becky Forsythe. Útgefandi: Nýlistasafnið.

Skaftfell í 20 ár í ritstjórn Tinnu Guðmundsdóttur og Elfu Hlínar Pétursdóttur. Útgefandi: Skaftfell ses.

Smásögur heimsins II Rómanska-Ameríka í ritstjórn Jóns Karls Helgasonar, Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur og Rúnars Helga Vignissonar. Útgefandi: Bjartur.

Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Útgefandi: Sögufélag.

Þetta voðastríð (Mamma, ég er á lífi) eftir Jakob Þór Kristjánsson. Útgefandi: Sögur ehf.              

Þórir Baldvinsson arkitekt eftir Ólaf J. Engilbertsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.  

Styrkupphæð: 400.000

Einar Jónsson myndhöggvari - Hið guðdómlega sjálf eftir Ólaf Kvaran. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.                

Húsasaga Seyðisfjarðar eftir Þóru Guðmundsdóttur í ritstjórn Elfu Hlínar Pétursdóttur. Útgefandi: Seyðisfjarðarkaupstaður.           

Lífdagar - ljóð og söngvar 1976-2017 eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Útgefandi: Túndra ehf.

Sögur af förumönnum. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar (ritröð) eftir Jón Jónsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan.

Walden eftir Henry David Thoreau. Útgefandi: DIMMA.

WATCH - What Alternatives? Thinking- Coping-Hoping eftir Önnu Sigurðardóttur, Björgu Jónu Birgisdóttur og Sigríði Huldu Jónsdóttur. Útgefandi: Höfundar.

Styrkupphæð: 300.000

Af sálgreiningu eftir Steinar Örn Atlason, Martein Sindra Jónsson og Benedikt Hjartarson. Útgefandi: Háskólaútgáfan.  

Geymdur og gleymdur orðaforði eftir Sölva Sveinsson. Útgefandi: Forlagið.

Íslenskar bænir fram um 1600 eftir Svavar Sigmundsson. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.                   

Katrínar saga eftir Þorbjörgu Helgadóttur. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.    

Landnám Íslands eftir þrettán höfunda í ritstjórn Haraldar Bernharðssonar. Útgefandi: Miðaldastofa Háskóla Íslands.

Málheimar. Sitthvað um málstefnu og málnotkun eftir Ara Pál Kristinsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan.

Orrustuskip á Akureyri eftir Illuga Jökulsson. Útgefandi: Sögur ehf.        

Pipraðir páfuglar. Matargerðarlist Íslendinga á miðöldum eftir Sverri Tómasson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.

Reykjavíkurljóð eftir Óskar Árna Óskarsson, Jón Kalman Stefánsson ritar formála. Útgefandi: Benedikt bókaútgafa.         

Um Esterarbók eftir Jón Rúnar Gunnarsson í ritstjórn Margrétar Jónsdóttur og Bjarka Karlssonar. Útgefandi: Háskólaútgáfan.              

Styrkupphæð: 200.000

Híbýli fátæktar: Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og fram á 20. öld eftir Sigurð Gylfa Magnússon, Sólveigu Ólafsdóttur og Finn Jónasson. Útgefandi: Háskólaútgáfan.          

Örlagasaga Eyfirðings eftir Heimi Pálsson. Útgefandi: Háskólaútgáfan.