Alþjóðlegt þýðendaþing í Reykjavík
Markmiðið með þýðendaþingum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla og treysta tengslin við starfandi þýðendur úr íslensku á erlend tungumál og hvetja nýja þýðendur til dáða.
Alþjóðlegt þýðendaþing í Reykjavík fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á ýmis erlend mál hefur verið haldið árin 2017 og 2019, 2022 og 2023. Dagskrá þinganna hefur verið fjölbreytt og sjónum beint að völdum tungumálum hvert sinn.
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur veg og vanda af undirbúningi og skipulagi þýðendaþinganna. Samstarfsaðilar eru Árnastofnun, Félag íslenskra bókaútgefenda, Bandalag þýðenda og túlka, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Rithöfundasamband Íslands, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þingið nýtur jafnframt fjárstuðnings Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Utanríkisráðuneytis og Íslandsstofu.